Skip to content

Karnival og skólaslit í Rimaskóla

Fimmta júní var haldið glæsilegt karnival á skólalóð Rimaskóla. Foreldrafélag Rimaskóla og starfsmenn skólans settu saman skemmtilegar stöðvar fyrir nemendur í 1. – 9.bekk. Þar mátti sjá hoppukastala, Sirkus Ísland leika listir sýnar, sápukúlustöðvar, þrautabraut fyrir fjarstýrða bíla, andlitsmálning, skákstöðvar, ýmsar leikjastöðvar og tónlistarstöð þar sem nemendur, starfmenn og félagsmiðstöðin Sigyn héldu uppi fjörinu. Um hádegisbilið gæddu allir sér á grilluðum pylsum, safa og fengu súkkulaðikex í eftirrétt. Síðan fóru nemendur inn í skólastofur þar sem kennarar afhentu þeim vitnisburðinn og kvöddust. Nemendur fyrstu bekkinga komu út í lok athafnar og röðuðu sér upp á útisviði skólans og tóku tvö lög fyrir foreldra sína og aðra gesti. Ekki er annað hægt að segja en nemendur, starfsfólk og gestir skemmtu sér konunglega. Hér má sjá myndir frá deginum.