Skip to content

Skákæfingar hafnar að nýju í Rimaskola

Það er kominn september, skólarnir byrjaðir og núna SKÁKIN. Okkar skemmtilegu skákæfingar í Rimaskóla eru að hefjast næsta fimmtudag, 10. sept. kl. 16.30 – 18.00. Gengið inn um íþróttahús.
Æfum í stóra hátíðarsalnum líkt og í fyrra og á bókasafni í minni hóp. Notum sprittið og viljum vera örugg fyrir Covid.
Æfingarnar verða með svipuðu formi og undanfarin ár.

Upphitun, tilkynningar skákstjóra, skákmót f.hluti, skákhlé og veitingar í boði. Teflt áfram og endar með verðlaunahátíð og happadrætti.

Skákkrakkar okkar eru hvattir til að taka með sér vin/vinkonu sem kann að tefla og gæti nú aldeilis fundið sig í skáklistinni. Skákin þjálfar svo vel hugann og temur okkur kurteisi og aga.

Fjölmennum á fyrstu skákæfinguna í vetur, drengir og stúlkur, eldri og yngri.
Allir velkomnir sem kunna að tefla og eru tilbúnir að hafa skákgaman allan tímann.

Áfram Fjölnir