Skip to content

Íslenskuverðlaun afhent í Rimaskóla í dag

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík eru afhent í dag, á Degi íslenskrar tungu. Vegna samkomutakmarkana var ekki hægt að halda hátíðina í Hörpu eins og undanfarin ár. Þóranna skólastjóri og Marta aðstoðarskólastjóri fóru í bekki hjá verðlaunahöfum og afhentu þeim íslenskuverðlaunin.

Þau sem hlutu verðlaun eru:

Kristín Rúna Sturludóttir í 4.bekk
Sóley Kría Helgadóttir í 7.EH
Ína Julia Nikolov  í 10. RMA

Við óskum verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju og eru þeir glæsilegir kyndilberar íslenskunnar.

Við afhendingu var sýnt myndband frá stjórnendum hátíðarinnar en það var með stuttum ávörpum Skúla Helgasonar formanns skóla- og frístundaráðs, Mörtu Guðjónsdóttur, formanns nefndar um verðlaunin og Vigdísar Finnbogadóttur. Í lok myndbandsins er textinn Á íslensku má alltaf finna svar, með undirleik svo syngja megi einkunnarlag verðlaunanna.

Frekari frétt má lesa á vef Reykjavíkurborgar.

Ína Julia Nikolov

Sóley Kría Helgadóttir

Fulltrúi 4. bekkja

Kristín Rúna Sturludóttir