Skip to content

Viltu tala íslensku við mig?

„Viltu tala íslensku við mig?“ er samstillt átak Íslenskuþorpsins, grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi í íslensku sem öðru máli. Skólarnir halda dag íslenskrar tungu hátíðlegan með því að vekja athygli á mikilvægi samskipta á íslensku sérstaklega fyrir þá sem eru að læra íslensku. Í myndbandi til stuðnings átakinu hvetja nemendur og þjóðþekktir einstaklingar til samskipta á íslensku undir slagorðinu „Viltu tala íslensku við mig?“ Hér má sjá þetta glæsilega myndband!