Skip to content

Skreytingadagur föstudaginn 27. nóvember!

Föstudaginn 27. nóvember verður skreytingadagur. Við hvetjum nemendur og starfsfólk að mæta í rauðu eða jólalegu. Sparinesti er leyfilegt en þá erum við að tala um jólasmákökur eða annað skemmtilegt sætabraut. Sælgæti, popp og gos er ekki leyfilegt.

Skóladagur er frá kl. 08:30-12:30. Við endum á hamborgaraveislu ala Kiddi og eldhúsið og miðstig og unglingar gæða sér á því inn í stofum.