Lífshlaupið sett af stað í Rimaskóla
Lífshlaupið var sett af stað í Rimaskóla við hátíðlega athöfn í morgun (03.02.21). Góðir gestir mættu en það voru fulltrúar frá ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri, Kristín Birna og Hrönn starfsmenn ÍSÍ sem komu og gerðu allt klárt ásamt Jónínu Ómarsdóttur kennara við Rimaskóla sem bar hitann og þungan að uppsetningu og stýringu á þrautabrautinni. Líney framkvæmdastjóri ÍSÍ fór yfir sögu lífshlaupsins og mikilvægi hreyfingar, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hélt stutta ræðu ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ólöf Kristín Sívertsen verkefnastjóri hjá Skóla- og frístundasviði kom til að fagna með okkur. Glæsilegar fimleikastúlkur héldu sýningu fyrir gesti en það voru þær Kristín Emma í 4.bekk, Sigga, Magnea, Eva Sóley, Freydís og Snædís allar í 9.bekk. Allur annar bekkur fékk að horfa á ásamt einum 9. og einum 10.bekk.