Skip to content

Samfélagsfræðiverkefni í 9.bekk

Námsefni nemenda 9. bekkjar Rimaskóla hefur að undanförnu tengst landnámi Íslands og landafundum á Grænlandi og Vínlandi. Í lok námsefnisins unnu krakkarnir veggspjald út frá námsefninu með áherslu á myndræna túlkun og knappan texta. Eins og myndirnar bera með sér tókst nemendum einstaklega vel upp með veggspjöldin. Sköpunargleðin og vandvirknin að áberandi. Verkefnin gilda til skólaeinkunnar og eru veggspjöldin nú til sýnis á unglingagangi skólans við stofu 44 en Helgi Árnason fyrrum skólastjóri hefur haldið utan um þessa vinnu.