Skip to content

RIMASKÓLI ÍSLANDSMEISTARI BARNASKÓLASVEITA, 1.-3. BEKKUR

Íslandsmeistarar Rimaskóla f.v. Ómar Jón, Sigrún Tara, Tristan Fannar, Tara Líf og Emilía Embla

Rimaskóli er Íslandsmeistari barnaskólasveita, 1.-3. bekkjar, eftir afar spennandi mót í Rimaskóla sunnudaginn 9. maí. Melaskóli varð í öðru sæti, Lindaskóli, fráfarandi meistari, í þriðja sæti.

Þrettán skólar tóku þátt en vegna samkomutakmarkana voru aðeins A-sveitir leyfðar. Skipt var í tvo riðla. Í A riðli tefldu 7 sveitir en í B riðli tefldu 6 sveitir.  Tvær efstu sveitir hvors riðils tefldu svo í sérstakri úrslitakeppni. Í A- riðli höfðu Rimaskóli Lindaskóli yfirburði og áunnu sér rétt til að tefla í úrslitakeppninni. Melaskóli og Smáraskóli komust í úrslitakeppnina úr B-riðli

Úrslitakeppnin reyndist æsispennandi. Aðeins munaði einum vinningi á fyrsta og þriðja sæti. Rimaskóli hlaut 7½ vinning, Melaskóli 7 vinninga og Lindaskóli 6½ vinning. Smáraskóli varð í fjórða sæti með 3 vinninga.

Sveit Íslandsmeistarara Rimaskóla skipuðu: Tristan Fannar Jónsson, Emilía Embla B. Berglindardóttir, Sigrún Tara Sigurðardóttir, Ómar Jón Kjartansson og Tara Líf Ingadóttir. Liðsstjóri var Helgi Árnason