Skip to content

Skólahljómsveit Grafarvogs með tónleika í Rimaskóla

Föstudaginn 14.maí komu góðir gestir úr A sveit Skólahljómsveit Grafarvogs og voru með tónleika og kynningu á hljómsveitinni fyrir nemendur í 2. – 4.bekk. Hljóðfærin voru meðal annars kynnt og hljómsveitarstjóri sýndi hvað hann getur gert bara með einn „töfrasprota“ eins og Harry Potter er með! Nemendur voru áhugasamir og sýndu prúðmannlega framkomu!

Skólahljómsveitin er að huga að nemendum fyrir næsta skólaár og tilvalið er að sækja sem fyrst um til að tryggja sér pláss. Skólahljómsveitir bjóða upp á ódýrt en fjölbreytt tónlistarnám og hægt er að nýta frístundastyrk til að greiða fyrir námið þar. Sjá nánar hér: Grafarvogsbúar » Skólahljómsveit Grafarvogs (grafarvogsbuar.is)