Skip to content

Tónlistarskóli Grafarvogs kynnti forskólann og hljóðfæranám

Í dag fengu nemendur í 1. og 2.bekk góða heimsókn frá Tónlistarskóla Grafarvogs. Þar var nemendum kynntur forskólinn og hljóðfæranám. Viktoría spilaði á selló og kynnti fyrir nemendum það hljóðfæri. Edda Austmann virkjaði nemendahópinn, kenndi þeim lag sem þau svo sungu og slógu taktinn. Einnig komu nokkrir nemendur Rimaskóla upp á svið sem hafa verið í forskólanum og voru með atriði. Þetta var virkilega flott og gaman að sjá hvað nemendur voru virkir!