Skip to content

Sjötti bekkur setti upp Ronju ræningjadóttur

Sjötti bekkur setti upp leiksýninguna Ronja ræningjadóttir og sýndi þrjár sýningar í grenndarskógi Rimaskóla. Uppsetning, búiningar og umhverfi var til fyrirmyndar! Margir foreldrar nemenda sáu sér fært að kíkja á sýninguna og upplifa ævintýri í skóginum. Sophie Louise Webb sá um leikstjórn og uppsetningu ásamt umsjónarkennurum árgangsins, Guðrúnu Svöru, Helgu og Írisi. Haraldur Hrafnsson sá um leikmyndir og leikmuni og Jónína Margrét Sævarsdóttir um búninga. Það var  gaman að sjá gleðina, orkuna og sköpunina!

Fleiri myndir má nálgast hér.