Skip to content

Sjöundi bekkur setti upp söngleikinn Annie

Það var metnaðarfullt hjá sjöunda bekk að ákveða að setja upp söngleikinn Annie. Nemendur sýndu þrjár sýningar fyrir samnemendur og foreldra/forráðamenn. Sýningin var virkilega vel upp sett og nemendur fengu svo sannarlega að blómstra. Sophie Louise Webb sá um uppsetningu og leikstjórn sem tókst einstaklega vel og náði ótrúlega út úr nemendum okkar. Umsjónarkennarar stóðu þétt að baki nemendahópnum sínum og studdu þau áfram. Við erum virkilega stolt af nemendum okkar og starfsfólki.