Skip to content

Loftslagsmál – verkefni hjá 10.bekk

Rimaskóli hefur skráð sig í verkefnið Græn skref. Í því felst að skólinn ætlar markvisst að vinna að markmiðum er tengist umhverfismálum.

Tíundi bekkur hefur verið að læra um umhverfisvernd í náttúrufræði og bað kennari nemendur að rýna í neysluvenjur, sérstaklega með tilliti til plastnotkunar, matarsóunar, kolefnisspora og sorphirðu. Nemendur eru hvattir til að skoða t.d. innihald ísskápsins,  hvort matvörurnar er íslenskar eða erlendar með tilliti til kolefnisspora, hvort matvaran er pökkuð í plast eða hvort umbúðirnar séu merktar sem umhverfisvænar eða endurvinnanlegar. Einnig skoraði kennarinn þau á að snerta sem minnst einnota plast og skrá hjá sér árangurinn. Að lokum var nemendum gefin þessi heilræði:

Fimm hlutir sem þú getur gert strax í dag gegn plastmengun í hafi!
1. Hættum að nota einnota hluti eins og einnota plastpoka og plastglös.
2. Afþökkum einnota hluti og segjum öðrum frá af hverju við afþökkum.
3. Kaupum minna af óþarfa og sleppum því að kaupa dót úr plasti sem endist ekki lengi.
4. Flokkum og þrífum allt plast sem við notum.
5. Tínum upp rusl sem við sjáum á víðavangi, því ef það er laust, þá fýkur það í sjóinn í næsta rokil.

Fimm hlutir sem þú getur gert strax í dag til að hjálpa loftslaginu!
1. Íhugaðu það sem þú notar og kaupir
Endurhugsaðu neyslu þína. Það að kaupa mikinn óþarfa sem verður svo kannski bara hent eftir stuttan tíma er mikil sóun og mjög óumhverfisvænt.
2. Veldu matinn vel
Borðum helst mat úr heimabyggð þannig að það þurfi síður að flytja hann langar leiðir með skipum og flugvélum. Borðum minna kjöt og veljum frekar umhverfisvænni mat.

3. Sóum ekki mat
Á Íslandi er einum þriðja allrar fæðu hent í ruslið. Stundum er maturinn ekki einu sinni ónýtur. Gætum þess að henda ekki mat. Kaupum bara það sem við teljum að við munum koma til með að nota, notum afganga og krefjumst þess að matvælaframleiðendur og verslanir dragi úr matarsóun.

4. Veljum umhverfisvænar samgöngur
Á Íslandi eru fleiri bílar en Íslendingar! Veljum alltaf umhverfisvænni ferðamáta ef við getum. Hægt er að ganga, hjóla, nota almenningssamgöngur. Ef við þurfum að nota bíl má nota vistvænni kosti og sameinast í bíla.
Reynum að fljúga sem minnst með flugvélum.

5. Hafðu áhrif á aðra
Hafðu áhrif á fólkið í skólanum, vini, fjölskyldu.

Tíundi bekkur fór síðan út í gær með nemendur sjöunda bekkju og plöntuðu þau trjám við skólann. Myndir frá þessu skemmtilega verkefni má sjá hér með þessari frétt.