Skip to content

Hugsað um barn – forvarnarverkefni

Öllum nemendum í 9.bekk fá tækifæri til að taka þátt í heilbrigðis- og félagsforvarnarverkefni sem heitir ,,Hugsað um barn“.

Þetta verkefni er fyrsta forvarnarverkefnið hér á landi sem gefur nemendum tækifæri til að læra um forvarnir í gegnum upplifun.  Verkefnið felst í því að nemendur eru ,,foreldrar“ með öllu því sem tilheyrir að leggja til hliðar sínar þarfir og sinna ,,barni“ yfir eina helgi. Nemendur þurfa að leigja ungabarnshermi  fyrir þetta verkefni og hafa foreldrafélagið, foreldrahópurinn og Rimaskóli deilt kostnaðinum á milli sín.

Í þessu verkefni sinna strákar jafnt á við stelpur umönnun ,,ungabarnsins“ sem er mjög verðugt jafnréttisverkefni til framtíðar því barn á rétt á því að báðir foreldrar komi að uppeldi þess.  Verkefnið er einnig mjög góð æfing í þolinmæði og þrautseigju sem er gott til framtíðar, því það að sýna þrautseigju og klára sig í gegnum erfið verkefni segir manni að þegar á reynir í lífinu ráði maður við slík verkefni.

Vegna COVID-19 gátu nemendur ekki tekið þátt í vor og þess vegna fengu 10. bekkingar að taka þátt núna og stóðu þeir sig allir glimrandi og tókust á við þetta ábyrgðarfulla verkefni með þroskuðum hætti.