Skip to content

Þriðji bekkur fór yfir óskilamuni

Rimaskóli er að byrja að taka þátt í umhverfisstjórnunarkerfi Reykjavíkur, Grænu skrefin. Hluti af því er að flokka ruslið meira heldur en hefur verið gert. Þriðji bekkur tók umræður um hvað nemendur og starfsfólk getur gert til að gera skólann umhverfisvænni og sköpuðust miklar og góðar umræður um það. Síðan flokkuðu nemendur, töldu og reiknuðu út verðmæti óskilamunanna og kom talan verulega á óvart. Hún var hvorki meira né minna en 2.243.500 krónur. Nemendur fundu líka nokkrar flíkur sem komust á réttan stað.

Hér má sjá hóp nemenda við vinnu sína: