Skip to content

Erasmus+ ferð lokið

Fimm nemendur úr 10. bekk Rimaskóla og starfsfólk er nú komið heim úr Erasmus+ ferð frá Hollandi. Nemendur taka þátt í verkefni um Notkun samfélagsmiðla á jákvæðan og uppbyggilegan máta.

Síðasti dagur ferðarinnar var í Amsterdam þar sem Hús Önnu Frank var heimsótt og borgin skoðuð. Næsti hluti verkefnisins er að nemendur frá Hollandi, Spáni og Þýskalandi heimsækja Ísland á vordögum.