Skip to content

Dýr í útrýmingahættu – 3.bekkur

Nemendur í 3. bekk fóru í heimsókn í Miðstöð útivistar og útináms í Gufunesi í tveimur hópum, annars vegar miðvikudaginn 4. maí og hins vegar 11. maí. Þar fengu þeir að fara í ratleik sem fjallar um DÝR Í ÚTRÝMINGARHÆTTU. Ratleikurinn  tekur á mikilvægi lífbreytileika fyrir allt líf á jörðinni.

Ratleikurinn Dýr í útrýmingarhættu er 10 stöðva ratleikur sem gerður er fyrir 6 lið/hópa. Nemendur fara í ímyndað ferðalag um heiminn og hitta fyrir 10 mismunandi dýr sem eiga það sameiginlegt að vera í útrýmingarhættu vegna ósjálfbærra athafna manna. Stöðvarnar 10 samanstanda af lýsandi myndum og einföldum en fræðandi texta. Nemendur þurfa að svara spurningum úr efni stöðvanna.

Leikurinn gengur út á að finna leyniorð en um leið fræðast um stöðu þessara dýra. Aðal áherslan er að vekja nemendur til vitundar um mikilvægi lífbreytileika fyrir allt líf á jörðinni og áhrif ósjálfbærra lifnaðarhátta á dýr og vistkerfi þeirra um heim allan. Þessi áhugaverði leikur byggist líka upp á samvinnu, samkennd og hreyfingu. Í lokin fengu allir kakó og snúða.