6.bekkur setti upp leikritið Hróa hött í grenndarskóginum
Sjötti bekkur setti upp leikritið Hróa hött í grenndarskóginum okkar undir leikstjórn Urðar Bergsdóttur. Þau ásamt kennurunum Halla, Jónínu Margréti, Erlu, Hrefnu og Ingu Maríu unnu sannkallað kraftaverk að skella sýningu upp á nær engum tíma. Auðvitað voru nemendur búnir að æfa verkið en ekki í skóginum fyrr en á miðvikudeginum. Virkilega skemmtileg sýning en í dag var ansi blautt þó svo nemendur skólans létu það ekki á sig fá að ganga í grenndarskóginn og sjá þessa flottu sýningu!