Skip to content

Skólasetning Rimaskóla skólaárið 2022-2023

Skólasetning Rimaskóla fer fram mánudaginn 22. ágúst. Eftir skólasetningu fara nemendur heim og koma svo á þriðjudegi 23. ágúst samkvæmt stundaskrá. Tígrisbær -frístundaselið er með starfsdag mánudaginn 22. ágúst og því er ekki opið þann dag fyrir nemendur.

Fyrsti bekkur er boðaður í viðtöl með kennurum og fara þau fram 22. ágúst og einhver í vikunni á undan. Kennarar munu senda foreldrum tölvupóst um það.

kl. 09:00 – 2. og 3.bekkur koma í hátíðarsalinn.
Kl. 10:00 – nemendur í 4. og 5. bekk koma í hátíðarsalinn.
Kl. 11:00 – nemendur í 6. og 7.bekk koma í hátíðarsalinn.
Kl. 12:00 – nemendur í 8. -10.bekk koma í hátíðarsalinn.

Foreldrar eru hjartanlega velkomnir með börnunum á skólasetninguna. Hlökkum til að hitta ykkur!