Skip to content

Náttúrufræði í 8. og 9.bekk

Níundi bekkur hefur verið að fræðast um meltingu,  næringarefnin og hollt fæði í náttúruvísindum. Þeir fengu síðan að velja sér fæðutegundir frá kennara og reikna út orkuefnin í þeim. Að lokum fengu nemendur að borða það sem þeir völdu og voru mjög ánægðir með það. Krakkarnir í áttunda bekk hafa verið að skoða fjölbreytileika plantna og þar koma víðsjár sterkar inn. Þau eru eins og rannsakendur og leysa verkefni um leið og svör fást 🙂