Skip to content

Fréttir

14 okt'19

Hvernig geta foreldrar stutt við börnin sín til að efla þau í að takast á við áhættuþætti og hópþrýsting?

Gróska forvarnafélag Grafarvogs og Kjalarness stendur fyrir fræðslufundum fyrir foreldra í vetur. Þriðjudaginn 22. október n.k. kl. 19:30-21:30 verður fræðslufundur fyrir foreldra í Hlöðunni við Gufunesbæ. Á þessum fyrsta fundi verður fjallað um stöðu barna og unglinga í Grafarvogi út frá könnun Rannsóknar og greiningar. Jafnframt verður fjallað um hvernig foreldrar geti stutt við börn…

Nánar
24 sep'19

Skáksveit Rimaskóla boðið til Færeyja

Sex nemendur í 6. og 7. bekk Rimaskóla duttu í lukkupottinn þegar þeim var boðið í frábært skákferðalag til Færeyja með styrk frá Vestnorræna höfuðborgarsjóðnum. Heimsóknin var ætluð til að koma á skáksamstarfi Rimaskóla við færeyska skákkrakka á skólaaldri. Það var ekki að sökum að spyrja að hópurinn hlaut höfðinglegar mótttökur hjá frændum vorum Færeyingum…

Nánar
20 sep'19

Áhugasamir nemendur að læra um eldgos

Nemendur sjöunda bekk fræddust um eldgos á vísindadegi Rimaskóla. Verkefnin voru fjölbreytt og mikil sköpun var í gangi þegar nemendur útbjuggu sín eigin eldfjöll. Myndir má sjá hér: .

Nánar
18 sep'19

Endurvinnsla skapar listaverk – 10. bekkur

Stór hópur nemenda úr 10.bekk var hjá Jónínu myndlistarkennara á vísindadag og unnu myndverk úr Andrés önd blöðum og syrpum sem var búið að afskrifa af bókasafninu. Úr þessum blöðum varð til endurunnið listaverk úr blöðum sem voru jafnvel eldri en nemendurnir sem bjuggu það til enda áttu sumir erfitt með að rífa í sundur…

Nánar
17 sep'19

Hvað verður um ruslið? – 4. bekkur

4. bekkur fór í heimsókn í Sorpu þar sem börnin lærðu um hinar ýmsu leiðir til að endurvinna, endurnýta og flokka. Eftir skemmtilega og fróðlega kynningu fóru börnin með rútu á móttökustöðina þar sem þau fengu m.a. að sjá tætarann Herkúles.

Nánar
05 jún'19

Einstök veðurblíða í skóginum – Leikhúsgestir skemmtu sér vel

Tíunda árið í röð léku nemendur 6. bekkjar Rimaskóla leikrit undir berum himni í grenndarskógi skólans innst í Grafarvogi. Rjóður skógarins urðu að lifandi leiksviði þar sem leikritið var um Hróa hött og kappa hans. Skírisskógur varð ljóslifandi veruleiki í Grafarvoginum þegar 50 búningaklæddir krakkar léku út um allan skóg og þar tókust á liðsmenn…

Nánar
29 maí'19

Hákon tilnefndur til hvatningarverðlauna SFS 2019

Hákon Garðarsson nemandi í 10 – GB tók við nemendaverðlaunum Skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Háteigsskóla í dag. Hákon var tilnefndur af umsjónarkennurum 10. bekkjar og Helga skólastjóra. Í umsögn með verðlaununum kom fram eftirfarandi: „Hákon hefur reynst fyrirmyndarnemandi í Rimaskóla alla sína grunnskólatíð. Hákon er góður og traustur félagi og alltaf til…

Nánar
23 maí'19

Lokaverkefni 7-HSV í Leið þín um lífið

Nemendur í 7-HVS ákváðu að láta gott af sér leiða með því að heimsækja leikskólann Fífuborg og leika við leikskólabörnin. Börnunum var boðið upp á að fara í feluleik, hringleiki, boltaleik og leik með sápukúlum. Litlu börnin skemmtu sér mjög vel með það sem þessi flotti hópur hafði upp á að bjóða. Ekki var annað…

Nánar
23 maí'19

Lokaverkefni 7-GH í Leið þinni um lífið

Nemendur í 7-GH ákváðu að láta gott af sér leiða með því að leika við börnin á leikskólanum Lyngheimum. Nemendur byrjuðu á að skipta sér niður á deildir og kynna sig fyrir krökkunum. Þeir fengu að aðstoða börnin við að klæða þau í útiföt og fóru að því loknu með þeim í útiveru. Nemendur í…

Nánar