Skip to content
21 nóv'21

Erasmus+ ferð lokið

Fimm nemendur úr 10. bekk Rimaskóla og starfsfólk er nú komið heim úr Erasmus+ ferð frá Hollandi. Nemendur taka þátt í verkefni um Notkun samfélagsmiðla á jákvæðan og uppbyggilegan máta. Síðasti dagur ferðarinnar var í Amsterdam þar sem Hús Önnu Frank var heimsótt og borgin skoðuð. Næsti hluti verkefnisins er að nemendur frá Hollandi, Spáni…

Nánar
18 nóv'21

Heimsókn til Rotterdam

Erasmus+ hópur Rimaskóla fór ásamt öðrum nemendum í verkefninu til Rotterdam í gær. Þar fóru þau í siglingu um Rín og skoðuðu eina að stærstu höfnum í heimi. Auk þess gengu þau um borgina og fengu fræðslu um áhugaverða staði. Í dag halda nemendur svo áfram í verkefnavinnu í skólanum, Marnix College í Ede.  

Nánar
15 nóv'21

Nemendur í námsferð í Holland

Rimaskóli tekur nú þátt í Erasmus+ verkefni og eru fimm nemendur í 10. bekk nú í Hollandi og verða þar þessa vikuna. Munu þau vinna að verkefnum sem snúa að því hvernig nota mega samfélagsmiðla á jákvæðan hátt ásamt jafnöldrum sínum frá Hollandi, Spáni og Þýskalandi. Nemendur gista hjá fjölskyldum jafnaldra sinna í borginni Ede…

Nánar
11 nóv'21

Tíundi bekkur lærir um náttúruvernd

10. bekkur hefur verið að læra um náttúruvernd í náttúrufræði. Í síðustu viku fóru nemendur í Gufunesbæ og tóku þátt í snjallratleik sem tengist efninu og í dag tóku nemendur þátt í norrænu skólaspjalli við nemendur á öðrum Norðurlöndunum um loftslags- og umhverfismál og sjálfbæra þróun. Þar fengu þau tækifæri til að ,,hitta“ aðra nemendur…

Nánar
10 nóv'21

Dagur gegn einelti í Rimaskóla

Hátíðardagskrá, Heimilis og Skóla, á degi gegn einelti var haldin í Rimaskóla í gær, 9. nóvember. Á hátíðinni afhentu Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hvatningarverðlaun dags gegn einelti. Fagráð gegn einelti hjá Menntamálastofnun valdi verðlaunahafa úr innsendum tilnefningum og fyrir valinu varð Guðríður Aadnegard námsráðgjafi og umsjónarkennari við…

Nánar
21 okt'21

Þriðji bekkur fór yfir óskilamuni

Rimaskóli er að byrja að taka þátt í umhverfisstjórnunarkerfi Reykjavíkur, Grænu skrefin. Hluti af því er að flokka ruslið meira heldur en hefur verið gert. Þriðji bekkur tók umræður um hvað nemendur og starfsfólk getur gert til að gera skólann umhverfisvænni og sköpuðust miklar og góðar umræður um það. Síðan flokkuðu nemendur, töldu og reiknuðu…

Nánar
18 okt'21

Vetrarfrí – Winter break

Dagana 22., 25. og 26. október verða vetrarleyfi í grunnskólum Reykjavíkur. Rimaskóli er því lokaður þessa daga. The 22., 25.- 26. of October there will be winter break and Rimaskóli closed.

Nánar
08 okt'21

Hugsað um barn – forvarnarverkefni

Öllum nemendum í 9.bekk fá tækifæri til að taka þátt í heilbrigðis- og félagsforvarnarverkefni sem heitir ,,Hugsað um barn“. Þetta verkefni er fyrsta forvarnarverkefnið hér á landi sem gefur nemendum tækifæri til að læra um forvarnir í gegnum upplifun.  Verkefnið felst í því að nemendur eru ,,foreldrar“ með öllu því sem tilheyrir að leggja til…

Nánar
01 okt'21

Loftslagsmál – verkefni hjá 10.bekk

Rimaskóli hefur skráð sig í verkefnið Græn skref. Í því felst að skólinn ætlar markvisst að vinna að markmiðum er tengist umhverfismálum. Tíundi bekkur hefur verið að læra um umhverfisvernd í náttúrufræði og bað kennari nemendur að rýna í neysluvenjur, sérstaklega með tilliti til plastnotkunar, matarsóunar, kolefnisspora og sorphirðu. Nemendur eru hvattir til að skoða…

Nánar