Skip to content

Fréttir

09 des'19

Allir heim fyrir kl. 15.00 í dag

Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun vegna óveðursins sem spáð er. Foreldrar og forráðamenn barna eru beðnir um að sækja börn sín strax að skóladegi loknum til að tryggt sé að allir, börn, foreldar og starfsfólk geti náð heim til sín áður en veðrið skellur á. Foreldrar leikskólabarna sæki börn sín fyrir kl. 15. Allt frístunda-…

Nánar
29 nóv'19

Skreytingardagur í Rimaskóla

Nú er skólinn aldeilis kominn í hátíðarbúning. Það voru ýmsir álfar og jólasveinar sem tóku yfir Rimaskóla í dag. Sköpun, tónlist og gleði einkenndi daginn.

Nánar
07 nóv'19

Flott frammistaða á alþjóðlega helgarskákmótinu Hasselbacken Open 2019

Þremur af sterkustu skákmeisturum Rimaskóla var boðið að tefla á Hasselbacken Open 2019 alþjóðlegu helgarskákmóti sem haldið er árlega á sögufrægu hóteli í Stokkhólmi. Þeir Anton Breki, Arnór og Joshua bekkjarbræður í 9-RMA tefldu í flokki undir 1600 stigum ásamt rúmlega 80 öðrum keppendum á öllum aldri. Í sama flokki tefldu 11 drengir frá Skákdeild…

Nánar
14 okt'19

Hvernig geta foreldrar stutt við börnin sín til að efla þau í að takast á við áhættuþætti og hópþrýsting?

Gróska forvarnafélag Grafarvogs og Kjalarness stendur fyrir fræðslufundum fyrir foreldra í vetur. Þriðjudaginn 22. október n.k. kl. 19:30-21:30 verður fræðslufundur fyrir foreldra í Hlöðunni við Gufunesbæ. Á þessum fyrsta fundi verður fjallað um stöðu barna og unglinga í Grafarvogi út frá könnun Rannsóknar og greiningar. Jafnframt verður fjallað um hvernig foreldrar geti stutt við börn…

Nánar
24 sep'19

Skáksveit Rimaskóla boðið til Færeyja

Sex nemendur í 6. og 7. bekk Rimaskóla duttu í lukkupottinn þegar þeim var boðið í frábært skákferðalag til Færeyja með styrk frá Vestnorræna höfuðborgarsjóðnum. Heimsóknin var ætluð til að koma á skáksamstarfi Rimaskóla við færeyska skákkrakka á skólaaldri. Það var ekki að sökum að spyrja að hópurinn hlaut höfðinglegar mótttökur hjá frændum vorum Færeyingum…

Nánar
20 sep'19

Áhugasamir nemendur að læra um eldgos

Nemendur sjöunda bekk fræddust um eldgos á vísindadegi Rimaskóla. Verkefnin voru fjölbreytt og mikil sköpun var í gangi þegar nemendur útbjuggu sín eigin eldfjöll. Myndir má sjá hér: .

Nánar
18 sep'19

Endurvinnsla skapar listaverk – 10. bekkur

Stór hópur nemenda úr 10.bekk var hjá Jónínu myndlistarkennara á vísindadag og unnu myndverk úr Andrés önd blöðum og syrpum sem var búið að afskrifa af bókasafninu. Úr þessum blöðum varð til endurunnið listaverk úr blöðum sem voru jafnvel eldri en nemendurnir sem bjuggu það til enda áttu sumir erfitt með að rífa í sundur…

Nánar