Fréttir

05 jún'19

Einstök veðurblíða í skóginum – Leikhúsgestir skemmtu sér vel

Tíunda árið í röð léku nemendur 6. bekkjar Rimaskóla leikrit undir berum himni í grenndarskógi skólans innst í Grafarvogi. Rjóður skógarins urðu að lifandi leiksviði þar sem leikritið var um Hróa hött og kappa hans. Skírisskógur varð ljóslifandi veruleiki í Grafarvoginum þegar 50 búningaklæddir krakkar léku út um allan skóg og þar tókust á liðsmenn…

Nánar
29 maí'19

Hákon tilnefndur til hvatningarverðlauna SFS 2019

Hákon Garðarsson nemandi í 10 – GB tók við nemendaverðlaunum Skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Háteigsskóla í dag. Hákon var tilnefndur af umsjónarkennurum 10. bekkjar og Helga skólastjóra. Í umsögn með verðlaununum kom fram eftirfarandi: „Hákon hefur reynst fyrirmyndarnemandi í Rimaskóla alla sína grunnskólatíð. Hákon er góður og traustur félagi og alltaf til…

Nánar
23 maí'19

Lokaverkefni 7-HSV í Leið þín um lífið

Nemendur í 7-HVS ákváðu að láta gott af sér leiða með því að heimsækja leikskólann Fífuborg og leika við leikskólabörnin. Börnunum var boðið upp á að fara í feluleik, hringleiki, boltaleik og leik með sápukúlum. Litlu börnin skemmtu sér mjög vel með það sem þessi flotti hópur hafði upp á að bjóða. Ekki var annað…

Nánar
23 maí'19

Lokaverkefni 7-GH í Leið þinni um lífið

Nemendur í 7-GH ákváðu að láta gott af sér leiða með því að leika við börnin á leikskólanum Lyngheimum. Nemendur byrjuðu á að skipta sér niður á deildir og kynna sig fyrir krökkunum. Þeir fengu að aðstoða börnin við að klæða þau í útiföt og fóru að því loknu með þeim í útiveru. Nemendur í…

Nánar
23 maí'19

Lokaverkefni 4. bekkjar lóa í Leið þín um lífið

Nemendur í 4. bekk lóur komu með þá góðu hugmynd að teikna og lita myndir til að gefa og gleðja þannig eldri borgara á elliheimilinu Eir í Borgum. Bæði starfsmenn og gestir á Eir tóku á móti börnunum með miklum hlýhug og þakklæti. Allir kynntu sig og sögðu aðeins frá sjálfum sér og krakkarnir sögðu…

Nánar
16 maí'19

Stöðvum stríð gegn börnum

Í tilefni af 100 ára afmæli Barnaheilla 16. maí, munu börn um allan heim taka þátt í ákalli Barnaheilla um að stöðva stríð gegn börnum. 420 milljónir barna í heiminum búa á svæðum þar sem átök geisa. Dagurinn markar upphaf átaksins STÖÐVUM STRÍÐ GEGN BÖRNUM (STOP THE WAR ON CHILDREN). Nemendur Rimaskóla voru valdir til…

Nánar
14 maí'19

Arnór Gunnlaugsson er skákmeistari Rimaskóla, annað árið í röð

Skákmót Rimaskóla fór fram á skólatíma undir stjórn Björns Ívars Karlssonar skákkennara skólans. Um 30 nemendur voru að þessu sinni valdir til þátttöku, þeir nemendur sem mest hafa teflt fyrir hönd skólans á grunnskólamótum vetrarins. Rimaskólasveitir eru þar nánast undantekningarlaust í verðlaunasætum. Keppt var í einum flokki og voru þátttakendurnir úr 1. – 9. bekk.…

Nánar
10 maí'19

Allir með í „Skippedí hop“ og „Draumar geta ræst“

Nemendur 4. bekkjar glöddu áhorfendur á föstudagsfjöri með fjölbreyttum og skemmtilegum atriðum. Um 30 nemendur bekkjarins sáu um fjörið að þessu sinni. Flutt voru frumsamin tónvek fyrir sílafóna af ýmsum stærðum og gerðum, mjög áhugavert. Krakkarnir í 4. bekk eru dans-og söngglaðir eins og þær Rakel María tónmenntakennari og Eyrún danskennari hafa fengið njóta með…

Nánar
29 apr'19

Lokaverkefni 4. bekkjar spóa í Leið þín um lífið

Nemendur í 4. bekk spóum komu með margar góðar hugmyndir til að láta gott af sér leiða og gleðja félaga sína. Nemendur völdu þá hugmynd að segja 3. bekk gátur og brandara. Krakkarnir skrifuðu brandara og gátur og ekki vantaði hugmyndir hjá þessum flotta og skapandi hópi. Eftir nokkrar æfingar þá fékk 3. bekkur að…

Nánar