Skip to content
01 jún'21

Skólaslit Rimaskóla

Skólaslit Rimaskóla verða sem hér segir: 9. júní kl. 17:00 – Útskrift 10.bekkja í hátíðarsalnum. 10. júní verður skipulagið á þennan hátt, byrjum í hátíðarsalnum og svo fara nemendur í heimastofur og kveðja kennara sína: 09:00 – 1. bekkur 09:30 – 2. bekkur 10:00 – 3. bekkur 10:30 – 4. bekkur 11:00 – 5. bekkur…

Nánar
14 maí'21

Hópur úr 1.bekk í útikennslu í Gufunesbæ

Í morgun var hringekja og var útikennsluhópnum skipt upp í þrjá 7 manna hópa,  Einn hópurinn vann með tölur frá 1 – 100, næsti hópur vann með 100 algengustu orðin og þriðji hópurinn fór í kastalann í eltingaleik. Þau voru u.þ.b. 15 mínútur á hverri stöð og voru öll mjög virk og höfðu gaman af…

Nánar
26 mar'21

Við óskum nemendum okkar og foreldrum gleðilegra páska

Starfsfólk Rimaskóla óskar nemendum og foreldrum/forráðamönnum gleðilegra páska. Förum varlega, njótum jákvæðra og uppbyggjandi samskipta. Skóli ætti að hefjast þriðjudaginn 6. apríl 2021 eftir páskaleyfi og stefnum við á það nema önnur fyrirmæli komi.

Nánar
30 okt'20

Hrekkjavaka í Rimaskóla

Föstudagurinn 30. október var „HRÆÐILEGUR“ skóladagur því hann var helgaður Hrekkjavökunni. Í skólann mættu ýmsar verur sem svo sannarlega hræddu gesti og gangandi!! Hér má sjá myndir frá deginum og okkar „hræðilegu“ nemendum!

Nánar
08 mar'20

Ef verkfall skellur á þá verður eftirfarandi skipulag vegna kennslu í Rimaskóla

Ef verkfall skellur á þá þarf að gera verulegar breytingar á skipulagi skólastarfs í Rimaskóla . Í næstu viku munum við reyna að hafa ákveðna opnun á hverjum degi en ljóst er að opnunin er háð umsögn frá heilbrigðisyfirvöldum og sóttvarnalækni m.a. vegna COVID-19 veirunnar. Engir aðrir starfsmenn verða í húsi nema kennarar, þroskaþjálfar og…

Nánar
13 ágú'19

Skólasetning haustið 2019

Rimaskóli verður settur á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst Kl. 9:00 Nemendur í 2. og 3. bekk Kl. 10:00 Nemendur í 4. og 5. bekk Kl. 11:00 Nemendur í 6. og 7. bekk Kl. 12:00 Nemendur í 8. – 10. bekk 1.bekkur (f.2013) verður boðaður í viðtöl hjá umsjónarkennurum dagana 22. og 23. ágúst. Hlökkum…

Nánar
23 maí'19

Stelpur og tækni

Stelpurnar í 9. bekk tóku þátt í Stelpur og tækni deginum sem haldinn er árlega. Farið var í heimsókn í Reiknistofu Bankanna þar sem fyrirtækið var kynnt og stelpurnar fóru í hönnunarkeppni. Því næst var farið í Háskólann í Reykjavík þar sem boðið var upp á hádegisverð og fóru stelpurnar svo í málstofur um vöðvavirkni…

Nánar
27 mar'19

Áhugaverð stærðfræðikeppni – Pangea 2019

Úrslitakeppni í Pangea 2019 fór fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð laugardaginn 22. mars. Pangea er alþjóðleg stærðfræðikeppni, ætluð nemendum í 8. – 10. bekk. Félagið Horizon stendur að keppninni. Fyrir úrslitakeppnina fór fram 1. umferð í janúar og 2. umferð í febrúar. Hildur Vala Ingvarsdóttir nemandi í 8. bekk Rimaskóla var meðal þeirra sem komust…

Nánar
18 mar'19

„Hress við stöndum á sviðinu – Húrra, húrra“

Þannig hljómaðu línur í baráttusöng 6-MMR sem bekkurinn flutti af krafti á skemmtilegu föstudagsfjöri. Lagið var það sama og kallarnir í Mottu – mars syngja í auglýsingum og fer ekki framhjá neinni manneskju. Krakkarnir hans Mikaels Marinós eru til í að skemmta sjálfum sér jafnt sem öðrum og það mátti gjörla sjá á bráðskemmtilegu myndbandi…

Nánar
18 mar'19

Rimaskóli gefur ekki eftir Miðgarðsbikarinn

Rimaskólakrakkar fjölmenntu, sáu og sigruðu á Miðgarðsmótinu 2019, skákmóti grunnskólasveita í Grafarvogi. Fjórar skáksveitir skólans lentu í fimm efstu sætunum.  Alls tóku 13 skáksveitir þátt í mótinu frá 5 skólum og í hverri sveit voru 6 liðsmenn. Rimaskóli sem mætti með 5 efnilegar og sterkar skáksveitir til leiks hefur verið fastheldinn á sigurinn í mótinu…

Nánar