Skip to content
08 mar'20

Ef verkfall skellur á þá verður eftirfarandi skipulag vegna kennslu í Rimaskóla

Ef verkfall skellur á þá þarf að gera verulegar breytingar á skipulagi skólastarfs í Rimaskóla . Í næstu viku munum við reyna að hafa ákveðna opnun á hverjum degi en ljóst er að opnunin er háð umsögn frá heilbrigðisyfirvöldum og sóttvarnalækni m.a. vegna COVID-19 veirunnar. Engir aðrir starfsmenn verða í húsi nema kennarar, þroskaþjálfar og…

Nánar
13 ágú'19

Skólasetning haustið 2019

Rimaskóli verður settur á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst Kl. 9:00 Nemendur í 2. og 3. bekk Kl. 10:00 Nemendur í 4. og 5. bekk Kl. 11:00 Nemendur í 6. og 7. bekk Kl. 12:00 Nemendur í 8. – 10. bekk 1.bekkur (f.2013) verður boðaður í viðtöl hjá umsjónarkennurum dagana 22. og 23. ágúst. Hlökkum…

Nánar
23 maí'19

Stelpur og tækni

Stelpurnar í 9. bekk tóku þátt í Stelpur og tækni deginum sem haldinn er árlega. Farið var í heimsókn í Reiknistofu Bankanna þar sem fyrirtækið var kynnt og stelpurnar fóru í hönnunarkeppni. Því næst var farið í Háskólann í Reykjavík þar sem boðið var upp á hádegisverð og fóru stelpurnar svo í málstofur um vöðvavirkni…

Nánar
27 mar'19

Áhugaverð stærðfræðikeppni – Pangea 2019

Úrslitakeppni í Pangea 2019 fór fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð laugardaginn 22. mars. Pangea er alþjóðleg stærðfræðikeppni, ætluð nemendum í 8. – 10. bekk. Félagið Horizon stendur að keppninni. Fyrir úrslitakeppnina fór fram 1. umferð í janúar og 2. umferð í febrúar. Hildur Vala Ingvarsdóttir nemandi í 8. bekk Rimaskóla var meðal þeirra sem komust…

Nánar
18 mar'19

„Hress við stöndum á sviðinu – Húrra, húrra“

Þannig hljómaðu línur í baráttusöng 6-MMR sem bekkurinn flutti af krafti á skemmtilegu föstudagsfjöri. Lagið var það sama og kallarnir í Mottu – mars syngja í auglýsingum og fer ekki framhjá neinni manneskju. Krakkarnir hans Mikaels Marinós eru til í að skemmta sjálfum sér jafnt sem öðrum og það mátti gjörla sjá á bráðskemmtilegu myndbandi…

Nánar
18 mar'19

Rimaskóli gefur ekki eftir Miðgarðsbikarinn

Rimaskólakrakkar fjölmenntu, sáu og sigruðu á Miðgarðsmótinu 2019, skákmóti grunnskólasveita í Grafarvogi. Fjórar skáksveitir skólans lentu í fimm efstu sætunum.  Alls tóku 13 skáksveitir þátt í mótinu frá 5 skólum og í hverri sveit voru 6 liðsmenn. Rimaskóli sem mætti með 5 efnilegar og sterkar skáksveitir til leiks hefur verið fastheldinn á sigurinn í mótinu…

Nánar
12 mar'19

Fallegur lestur og frábær frammistaða í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru – upplestrarkeppninnar í Grafarvogi fór fram í Grafarvogskirkju og lásu 14 nemendur úr grunnskólum Grafarvogs og Klébergs til úrslita. Þær Dagný Ósk Stefánsdóttir og Sigríður Steingrímsdóttir úr 7. bekk voru fulltrúar Rimaskóla á lokahátíðinni. Þær komu mjög vel undirbúnar til leiks og lásu skýrt og fallega eftir því. Allir þátttakendur fengu viðurkenningu frá…

Nánar
07 mar'19

Líflegur skóli á öskudegi

Að venju var haldið upp á öskudaginn í Rimaskóla með skemmtilegum skólaverkefnum og stuðdansleik í sal skólans. Krakkarnir komu nær undantekningarlaust í skemmtilegum grímubúningum eða furðufötum. í stofunum voru allskyns borðspil tekin fram og krakkarnir á miðstigi máluðu á skrautlegar handtöskur. Eyrún Ragnarsdóttir danskennari stjórnaði dansinum í salnum og fékk alla krakkana með sér í…

Nánar
26 feb'19

Sterkar skákstúlkur á yngsta stigi

Íslandsmót grunnskólasveita, 1. – 3. bekkur fór fram 22. febrúar. Metþátttaka, alls 41 skáksveit, um 170 krakkar. Rimaskóli sendi tvær skáksveitir í keppnina. Það vakti mikla athygli á mótinu að A sveit Rimaskóla var eingöngu skipuð stúlkum og það ekkert venjulega sterkum skákstelpum. A sveitin endaði í 3. – 4. sæti mótsins og reyndist einnig…

Nánar
25 feb'19

Lokaverkefni 5-bekkjar í leið þinni um lífið

Nemendur 5-bekkja komu með þá góðu hugmynd að gleðja 1. bekk með því að sýna þeim leikrit. Þeir bjuggu til áhugavert leikrit þar sem tröll, hundur, kennari, prestur og fleiri spennandi persónur sýndu mikilvægi gleði, vináttu, friðar og þess að fólk komi fram við aðra eins og það vill sjálft láta koma fram við sig.…

Nánar