Skip to content

Uncategorized

08 feb'19

„Gaman var að horfa og hlusta á krakka slíka“ á föstudagsfjöri 2. bekkjar

„Ljúft og gott og gaman er að kljást með þessum krökkum,knús til ykkar sendir Fálka- og Ugluhópurinn.Við glöddumst ykkar komu og kærlega við þökkum,krakkarnir í Rimaskóla, annar bekkurinn“. Þannig hljómaði síðasta erindið í snilldarbrag Fálka-og ugluhóps 2. bekkjar á frábæru föstudagsfjöri. Söngur, spil, grín og dans var í boði á fjölbreyttri dagskrá. Dagskráin hófst á…

Nánar
07 feb'19

Gull , silfur og brons

Reykjavíkurmót grunnskóla í skák fór fram dagana 4. og 5. febrúar. Teflt var í þremur aldursflokkum. Verðlaunað var sérstaklega fyrir stúlknaflokk í hverjum aldursflokki. Enginn skóli sendi jafn  margar skáksveitir til keppni sem Rimaskóli, alls 7 fjögurra manna lið. Skólinn var í öllum flokkum í baráttunni um efstu sætin. Árangurinn; tvö gull, tvö silfur og ein bronsverðlaun.…

Nánar
06 feb'19

Rimaskólastelpur í eldlínunni á Íslandsmóti stúlknasveita í skák

Það voru 15 skáksveitir sem mættu til leiks í Rimaskóla á Íslandsmót grunnskóla í stúlknaflokki 2019. Rimaskóli átti þarna flesta keppendur. Sautján stelpur á aldrinum 6 – 13 ára skipuðu 4 skáksveitir skólans. Af þessum fjórum skáksveitum unnu þrjár þeirra til verðlauna. Í eldri flokkunum urðu Rimaskólasveitir í 2. sæti og í yngsta flokki náðu þær þriðja sætinu. …

Nánar
01 feb'19

Mikið gerst á 100 skóladögum

Nemendur og kennarar 1. bekkjar fögnuðu því að ná 100. skóladeginum í Rimaskóla. Þennan föstudag gerðu 1. bekkingar sér dagamun. Þeir föndruðu sér gleraugu í tilefni dagsins, nutu hagstæðra veitinga og gerðu ýmislegt annað skemmtilegt í skólanum. Það var sannarlega hátíð í bæ í skólastofum 20 – 23. Krakkarnir í 1. bekk hafa staðið sig…

Nánar
20 des'18

„Jólasveinaklípa“ leyst á jólaskemmtunum Rimaskóla

Það var mikil gleði og ánægja meðal nemenda og starfsmanna Rimaskóla á jólaskemmtunum Rimaskóla 2018. Nemendur 4. bekkjar sáu að vanda um flutning helgileiks og fórst þeim það afar vel úr hendi með söng og fráögn. Nemendur 7. bekkjar léku á alls oddi í orðsins fyllstu merkingu þegar þau léku jólaleikritið „Jólasveinaklípan“ sem þau sömdu…

Nánar
17 des'18

Stundin okkar í Grafarvogskirkju

Líkt og undanfarin ár þá áttu nemendur í 1. – 7. bekk notalega stund í Grafarvogskirkju á aðventu. Rúmlega 400 nemendur og starfsmenn skólans heimsóttu hverfiskirkjuna og hlýddu á nemendur flytja jólaguðspjallið, leika á hljóðfæri og syngja falleg jólalög.  Inn á milli atriða söng allur hópurinn uppáhalds jólalögin okkar í Rimaskóla sem eru meðal annars íslensku lögin…

Nánar
19 nóv'18

Þrír nemendur Rimaskóla hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins

Í tólfta sinn var nemendum við grunnskóla Reykjavíkur afhent „Íslenskuverðlaun unga fólksins“ á Degi íslenskrar tungu. Athöfnin fór fram í Norðurljósasal Hörpu. Þrír nemendur Rimaskóla nutu þessa heiðurs að þessu sinni, þær Katrín Ósk Arnarsdóttir 10. bekk, Helena Karen Ragnarsdóttir (sjá mynd) 7. bekk og Guðný Lára Baldursdóttir 4. bekk. Þær eru verðlaunaðar m.a fyrir…

Nánar