Skip to content

Upplýsingaskjár

20 sep'19

Áhugasamir nemendur að læra um eldgos

Nemendur sjöunda bekk fræddust um eldgos á vísindadegi Rimaskóla. Verkefnin voru fjölbreytt og mikil sköpun var í gangi þegar nemendur útbjuggu sín eigin eldfjöll. Myndir má sjá hér: .

Nánar
05 jún'19

Einstök veðurblíða í skóginum – Leikhúsgestir skemmtu sér vel

Tíunda árið í röð léku nemendur 6. bekkjar Rimaskóla leikrit undir berum himni í grenndarskógi skólans innst í Grafarvogi. Rjóður skógarins urðu að lifandi leiksviði þar sem leikritið var um Hróa hött og kappa hans. Skírisskógur varð ljóslifandi veruleiki í Grafarvoginum þegar 50 búningaklæddir krakkar léku út um allan skóg og þar tókust á liðsmenn…

Nánar
29 maí'19

Hákon tilnefndur til hvatningarverðlauna SFS 2019

Hákon Garðarsson nemandi í 10 – GB tók við nemendaverðlaunum Skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Háteigsskóla í dag. Hákon var tilnefndur af umsjónarkennurum 10. bekkjar og Helga skólastjóra. Í umsögn með verðlaununum kom fram eftirfarandi: „Hákon hefur reynst fyrirmyndarnemandi í Rimaskóla alla sína grunnskólatíð. Hákon er góður og traustur félagi og alltaf til…

Nánar
16 maí'19

Stöðvum stríð gegn börnum

Í tilefni af 100 ára afmæli Barnaheilla 16. maí, munu börn um allan heim taka þátt í ákalli Barnaheilla um að stöðva stríð gegn börnum. 420 milljónir barna í heiminum búa á svæðum þar sem átök geisa. Dagurinn markar upphaf átaksins STÖÐVUM STRÍÐ GEGN BÖRNUM (STOP THE WAR ON CHILDREN). Nemendur Rimaskóla voru valdir til…

Nánar
09 apr'19

Gríðarleg keppni í undankeppni Skólahreysti

Rimaskóli sendi mjög gott lið 9. og 10. bekkinga í undankeppni Skólahreysti fyrir skömmu. Gríðarleg keppni var í riðlinum og liðið okkar sem hafði æft sig að kappi fyrir keppnina fékk mjög góðan stuðning en komst því miður ekki áfram. Í liði Rimaskóla voru: Valdís María Sigurðardóttir, Guðmundur Óli Vilbergsson,Hákon Garðarsson, Diljá Ögn Lárusdóttir, Elva…

Nánar
18 jan'19

„Ekkert mál“ – Frábært föstudagsfjör hjá stelpunum í 5. bekk

Fjölhæfar stelpur í 5. bekk buðu upp á stuð og stemmningu á föstudagsfjöri. Hvert atriði vakti athygli og áhuga áhorfenda. Söngur og tónlist áberandi og gaman að heyra stelpurnar spila á hljóðfæri, margar að læra og langt komnar. „Grýlulagið“ Ekkert mál söng hópurinn með áherslum við flottan undirleik. Ekki má gleyma að minnast á dansatriðið…

Nánar
26 nóv'18

Rimaskólastúlkur skákuðu og mátuðu og uppskáru sigur

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 25. nóv. Um 30 skáksveitir tóku þátt í mótinu þar af 5 frá Rimaskóla. Fjórar af fimm sveitum skólans lentu í verðlaunasætum og var skólinn oftast allra skóla á verðlaunapalli. Stúlknasveitir Rimaskóla vöktu verðskuldaða athygli. Þær urðu efstar stúlknasveita en líka með efstu sveitum yfir heildina. Þessir krakkar fá…

Nánar
19 nóv'18

Enginn sviðsskrekkur á föstudagsfjöri 6-IMF

Nemendur Ingu Maríu í 6. bekk sáu um að skemmta á fyrsta föstudagsfjöri vetrarins og buðu upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Að venju er ætlast til á föstudagsfjöri að allir nemendur komi fram í atriðum eða þá sem sviðs-og tæknimenn. Öll stóðu þau sig mjög vel. Þau léku vel og töluðu skýrt svo fyndnin…

Nánar
05 nóv'18

Bangsadagur í 1. og 2. bekk

Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október. Dagurinn er haldinn hátíðlegur m.a. í leik- og grunnskólum og á bókasöfnum. Í tilefni bangsadagsins mættu nemendur í 1. og 2. bekk Rimaskóla með bangsa og einhverjir líka í náttfötum. „Bangsagestirnir“ kunnu vel við sig í skólastofunum og ekki var að sjá að þeir trufluðu neitt eigendur sína við vinnuna,…

Nánar
29 okt'18

Sameiginlegur hreyfingardagur Rimaskóla og leikskólanna

Sem heilsueflandi stofnanir sameinuðust nemendur Rimaskóla og leikskólanna þriggja í hverfinu, Fífuborgar, Lyngheima og Laufskála, að ganga um hverfið í nafni hreyfingar. Veðrið lék við þátttakendur, svalt, sólskin og lygnt. Hver hópur hafði frjálsar hendur um það hvert væri gengið um Rimahverfi. Algegnt var að gönguhópar á mismunandi aldri hittust og heilsuðust að nágrannasið. (HÁ)…

Nánar