Foreldrafélag Rimaskóla
Almennar upplýsingar
Foreldrafélag er formlegur samstarfsvettvangur forráðamanna þar sem þeim gefst kostur á að ræða skólagöngu barna og hvaðeina sem snertir uppeldi og menntun. Félagið hefur unnið að ýmsum verkefnum með skólanum m.a. útihátíðum og skólaslitum.
Hlutverk foreldrafélagsins er m.a. eftirfarandi:
Markmið
- að styðja við skólastarfið
- stuðla að velferð nemenda skólans
- efla tengsl heimilis og skóla
- hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
- hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
- Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár og er hún birt á heimasíðu skólans þegar hún er tilbúin. Nöfn og netföng verða færð inn eftir aðalfund foreldrafélagsins í haust.
Handbók foreldrafélaga grunnskóla
Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.
Fréttir úr starfi
Sjötti bekkur setti upp leikritið Hróa hött í grenndarskóginum okkar undir leikstjórn Urðar Bergsdóttur. Þau ásamt kennurunum Halla, Jónínu Margréti, Erlu, Hrefnu og Ingu Maríu unnu sannkallað…
Nánar