17 des'18

Stundin okkar í Grafarvogskirkju

Líkt og undanfarin ár þá áttu nemendur í 1. – 7. bekk notalega stund í Grafarvogskirkju á aðventu. Rúmlega 400 nemendur og starfsmenn skólans heimsóttu hverfiskirkjuna og hlýddu á nemendur flytja jólaguðspjallið, leika á hljóðfæri og syngja falleg jólalög.  Inn á milli atriða söng allur hópurinn uppáhalds jólalögin okkar í Rimaskóla sem eru meðal annars íslensku lögin…

Nánar
18 sep'19

Endurvinnsla skapar listaverk – 10. bekkur

Stór hópur nemenda úr 10.bekk var hjá mér á visindadag og unnu myndverk úr Andrés önd blöðum og syrpum sem var búið að afskrifa af bókasafninu Úr þessum blöðum varð til endurunnið listaverk úr blöðum sem voru jafnvel eldri en nemendurnir sem bjuggu það til enda áttu sumir erfitt með að rífa í sundur blöðin.…

Nánar
17 sep'19

Hvað verður um ruslið? – 4. bekkur

4. bekkur fór í heimsókn í Sorpu þar sem börnin lærðu um hinar ýmsu leiðir til að endurvinna, endurnýta og flokka. Eftir skemmtilega og fróðlega kynningu fóru börnin með rútu á móttökustöðina þar sem þau fengu m.a. að sjá tætarann Herkúles.

Nánar
13 ágú'19

Skólasetning haustið 2019

Rimaskóli verður settur á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst Kl. 9:00 Nemendur í 2. og 3. bekk Kl. 10:00 Nemendur í 4. og 5. bekk Kl. 11:00 Nemendur í 6. og 7. bekk Kl. 12:00 Nemendur í 8. – 10. bekk 1.bekkur (f.2013) verður boðaður í viðtöl hjá umsjónarkennurum dagana 22. og 23. ágúst. Hlökkum…

Nánar
05 jún'19

Einstök veðurblíða í skóginum – Leikhúsgestir skemmtu sér vel

Tíunda árið í röð léku nemendur 6. bekkjar Rimaskóla leikrit undir berum himni í grenndarskógi skólans innst í Grafarvogi. Rjóður skógarins urðu að lifandi leiksviði þar sem leikritið var um Hróa hött og kappa hans. Skírisskógur varð ljóslifandi veruleiki í Grafarvoginum þegar 50 búningaklæddir krakkar léku út um allan skóg og þar tókust á liðsmenn…

Nánar
29 maí'19

Hákon tilnefndur til hvatningarverðlauna SFS 2019

Hákon Garðarsson nemandi í 10 – GB tók við nemendaverðlaunum Skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Háteigsskóla í dag. Hákon var tilnefndur af umsjónarkennurum 10. bekkjar og Helga skólastjóra. Í umsögn með verðlaununum kom fram eftirfarandi: „Hákon hefur reynst fyrirmyndarnemandi í Rimaskóla alla sína grunnskólatíð. Hákon er góður og traustur félagi og alltaf til…

Nánar
23 maí'19

Stelpur og tækni

Stelpurnar í 9. bekk tóku þátt í Stelpur og tækni deginum sem haldinn er árlega. Farið var í heimsókn í Reiknistofu Bankanna þar sem fyrirtækið var kynnt og stelpurnar fóru í hönnunarkeppni. Því næst var farið í Háskólann í Reykjavík þar sem boðið var upp á hádegisverð og fóru stelpurnar svo í málstofur um vöðvavirkni…

Nánar
23 maí'19

Lokaverkefni 7-HSV í Leið þín um lífið

Nemendur í 7-HVS ákváðu að láta gott af sér leiða með því að heimsækja leikskólann Fífuborg og leika við leikskólabörnin. Börnunum var boðið upp á að fara í feluleik, hringleiki, boltaleik og leik með sápukúlum. Litlu börnin skemmtu sér mjög vel með það sem þessi flotti hópur hafði upp á að bjóða. Ekki var annað…

Nánar
23 maí'19

Lokaverkefni 7-GH í Leið þinni um lífið

Nemendur í 7-GH ákváðu að láta gott af sér leiða með því að leika við börnin á leikskólanum Lyngheimum. Nemendur byrjuðu á að skipta sér niður á deildir og kynna sig fyrir krökkunum. Þeir fengu að aðstoða börnin við að klæða þau í útiföt og fóru að því loknu með þeim í útiveru. Nemendur í…

Nánar
23 maí'19

Lokaverkefni 4. bekkjar lóa í Leið þín um lífið

Nemendur í 4. bekk lóur komu með þá góðu hugmynd að teikna og lita myndir til að gefa og gleðja þannig eldri borgara á elliheimilinu Eir í Borgum. Bæði starfsmenn og gestir á Eir tóku á móti börnunum með miklum hlýhug og þakklæti. Allir kynntu sig og sögðu aðeins frá sjálfum sér og krakkarnir sögðu…

Nánar