17 des'18

Stundin okkar í Grafarvogskirkju

Líkt og undanfarin ár þá áttu nemendur í 1. – 7. bekk notalega stund í Grafarvogskirkju á aðventu. Rúmlega 400 nemendur og starfsmenn skólans heimsóttu hverfiskirkjuna og hlýddu á nemendur flytja jólaguðspjallið, leika á hljóðfæri og syngja falleg jólalög.  Inn á milli atriða söng allur hópurinn uppáhalds jólalögin okkar í Rimaskóla sem eru meðal annars íslensku lögin…

Nánar
16 maí'19

Stöðvum stríð gegn börnum

Í tilefni af 100 ára afmæli Barnaheilla 16. maí, munu börn um allan heim taka þátt í ákalli Barnaheilla um að stöðva stríð gegn börnum. 420 milljónir barna í heiminum búa á svæðum þar sem átök geisa. Dagurinn markar upphaf átaksins STÖÐVUM STRÍÐ GEGN BÖRNUM (STOP THE WAR ON CHILDREN). Nemendur Rimaskóla voru valdir til…

Nánar
14 maí'19

Arnór Gunnlaugsson er skákmeistari Rimaskóla, annað árið í röð

Skákmót Rimaskóla fór fram á skólatíma undir stjórn Björns Ívars Karlssonar skákkennara skólans. Um 30 nemendur voru að þessu sinni valdir til þátttöku, þeir nemendur sem mest hafa teflt fyrir hönd skólans á grunnskólamótum vetrarins. Rimaskólasveitir eru þar nánast undantekningarlaust í verðlaunasætum. Keppt var í einum flokki og voru þátttakendurnir úr 1. – 9. bekk.…

Nánar
10 maí'19

Allir með í „Skippedí hop“ og „Draumar geta ræst“

Nemendur 4. bekkjar glöddu áhorfendur á föstudagsfjöri með fjölbreyttum og skemmtilegum atriðum. Um 30 nemendur bekkjarins sáu um fjörið að þessu sinni. Flutt voru frumsamin tónvek fyrir sílafóna af ýmsum stærðum og gerðum, mjög áhugavert. Krakkarnir í 4. bekk eru dans-og söngglaðir eins og þær Rakel María tónmenntakennari og Eyrún danskennari hafa fengið njóta með…

Nánar
29 apr'19

Lokaverkefni 4. bekkjar spóa í Leið þín um lífið

Nemendur í 4. bekk spóum komu með margar góðar hugmyndir til að láta gott af sér leiða og gleðja félaga sína. Nemendur völdu þá hugmynd að segja 3. bekk gátur og brandara. Krakkarnir skrifuðu brandara og gátur og ekki vantaði hugmyndir hjá þessum flotta og skapandi hópi. Eftir nokkrar æfingar þá fékk 3. bekkur að…

Nánar
23 apr'19

Fjörugir og flottir á sviðinu

Drengirnir í 1. bekk sáu um föstudagsfjörið og fylltu salinn af áhorfendum, nemendum í 1. – 4. bekk, elstu nemendum á leikskólanum Fífuborg og hópi foreldra og ættingja. Það virtist enginn sviðsskrekkur til staðar hjá þessum hressu strákum, öll atriðin vel æfð og flutt af gleði og einlægni. Allir skemmtu sér vel yfir atriðunum sem…

Nánar
11 apr'19

Nemendur 8. bekkjar sóttu myndlistarsmiðjur Myndlistarskólans

Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við Myndlistarskólann í Reykjavík náð samkomulagi um að bjóða nemendum í 4. og 8. bekk upp á myndlistarsmiðjur í húsnæði Myndlistarskólans við Hringbraut. Nemendur og þær Ninna og Rakel María, umsjónarkennarar 8. bekkjar Rimaskóla, þáðu boðið nú fyrr í vetur og fór hver nemandi árgangsins í tvær heimsóknir vestur í bæ.…

Nánar
11 apr'19

Nemendur 4. bekkjar taka þátt í söfnunarátaki ABC barnahjálpar

Krakkarnir í 4. bekk eru nú að skila af sér síðustu söfnunarbaukunum eftir söfnunarátakið Börn hjálpa börnum sem ABC barnahjálp stendur fyrir í samstarfi við grunnskóla landsins. Nemendur 4. bekkjar Rimaskóla gengu í hús eða staðsettu sig við verslanir og fyrirtæki með söfnunarbauka. Þau voru tvö til þrjú saman við söfnunina og báru “buff” á…

Nánar
10 apr'19

Óðinshanar í 4. bekk heimsækja Rauða krossinn

Óðinshanar ákváðu að láta gott af sér leiða með því að gefa föt í fatasöfnun Rauða krossins. Verkefnið var jafnframt lokaverkefni í áfanganum Leið þín um lífið. Starfsmenn Rauða krossins þær Sigurbjörg og Guðlaug tóku vel á móti hópnum í húsnæði Rauða krossins. Nemendur fengu kynningu á starfsemi Rauða krossins á Íslandi og erlendis sem…

Nánar
09 apr'19

Gríðarleg keppni í undankeppni Skólahreysti

Rimaskóli sendi mjög gott lið 9. og 10. bekkinga í undankeppni Skólahreysti fyrir skömmu. Gríðarleg keppni var í riðlinum og liðið okkar sem hafði æft sig að kappi fyrir keppnina fékk mjög góðan stuðning en komst því miður ekki áfram. Í liði Rimaskóla voru: Valdís María Sigurðardóttir, Guðmundur Óli Vilbergsson,Hákon Garðarsson, Diljá Ögn Lárusdóttir, Elva…

Nánar