17 des'18

Stundin okkar í Grafarvogskirkju

Líkt og undanfarin ár þá áttu nemendur í 1. – 7. bekk notalega stund í Grafarvogskirkju á aðventu. Rúmlega 400 nemendur og starfsmenn skólans heimsóttu hverfiskirkjuna og hlýddu á nemendur flytja jólaguðspjallið, leika á hljóðfæri og syngja falleg jólalög.  Inn á milli atriða söng allur hópurinn uppáhalds jólalögin okkar í Rimaskóla sem eru meðal annars íslensku lögin…

Nánar
18 mar'19

„Hress við stöndum á sviðinu – Húrra, húrra“

Þannig hljómaðu línur í baráttusöng 6-MMR sem bekkurinn flutti af krafti á skemmtilegu föstudagsfjöri. Lagið var það sama og kallarnir í Mottu – mars syngja í auglýsingum og fer ekki framhjá neinni manneskju. Krakkarnir hans Mikaels Marinós eru til í að skemmta sjálfum sér jafnt sem öðrum og það mátti gjörla sjá á bráðskemmtilegu myndbandi…

Nánar
18 mar'19

Rimaskóli gefur ekki eftir Miðgarðsbikarinn

Rimaskólakrakkar fjölmenntu, sáu og sigruðu á Miðgarðsmótinu 2019, skákmóti grunnskólasveita í Grafarvogi. Fjórar skáksveitir skólans lentu í fimm efstu sætunum.  Alls tóku 13 skáksveitir þátt í mótinu frá 5 skólum og í hverri sveit voru 6 liðsmenn. Rimaskóli sem mætti með 5 efnilegar og sterkar skáksveitir til leiks hefur verið fastheldinn á sigurinn í mótinu…

Nánar
12 mar'19

Fallegur lestur og frábær frammistaða í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru – upplestrarkeppninnar í Grafarvogi fór fram í Grafarvogskirkju og lásu 14 nemendur úr grunnskólum Grafarvogs og Klébergs til úrslita. Þær Dagný Ósk Stefánsdóttir og Sigríður Steingrímsdóttir úr 7. bekk voru fulltrúar Rimaskóla á lokahátíðinni. Þær komu mjög vel undirbúnar til leiks og lásu skýrt og fallega eftir því. Allir þátttakendur fengu viðurkenningu frá…

Nánar
08 mar'19

Fullhlaðinn brandarabanki og æðisleg tískusýning

Krakkarnir í 3. bekk ætluðu greinilega að skemmta sér og öðrum með flottri dagskrá á föstudagsfjöri. Strákarnir reittu af sér brandara og stelpurnar kynntu áhorfendum nýjustu tískuna. Áhorfendur fengu líka að sjá skemmtilegt myndband úr skólastofunni og innan veggja í okkar flotta skóla. Vel leikið hjá krökkunum og fagmannlega tekið upp. Í lok dagskrár söng…

Nánar
07 mar'19

Líflegur skóli á öskudegi

Að venju var haldið upp á öskudaginn í Rimaskóla með skemmtilegum skólaverkefnum og stuðdansleik í sal skólans. Krakkarnir komu nær undantekningarlaust í skemmtilegum grímubúningum eða furðufötum. í stofunum voru allskyns borðspil tekin fram og krakkarnir á miðstigi máluðu á skrautlegar handtöskur. Eyrún Ragnarsdóttir danskennari stjórnaði dansinum í salnum og fékk alla krakkana með sér í…

Nánar
26 feb'19

Sterkar skákstúlkur á yngsta stigi

Íslandsmót grunnskólasveita, 1. – 3. bekkur fór fram 22. febrúar. Metþátttaka, alls 41 skáksveit, um 170 krakkar. Rimaskóli sendi tvær skáksveitir í keppnina. Það vakti mikla athygli á mótinu að A sveit Rimaskóla var eingöngu skipuð stúlkum og það ekkert venjulega sterkum skákstelpum. A sveitin endaði í 3. – 4. sæti mótsins og reyndist einnig…

Nánar
25 feb'19

Lokaverkefni 5-bekkjar í leið þinni um lífið

Nemendur 5-bekkja komu með þá góðu hugmynd að gleðja 1. bekk með því að sýna þeim leikrit. Þeir bjuggu til áhugavert leikrit þar sem tröll, hundur, kennari, prestur og fleiri spennandi persónur sýndu mikilvægi gleði, vináttu, friðar og þess að fólk komi fram við aðra eins og það vill sjálft láta koma fram við sig.…

Nánar
23 feb'19

Margir góðir upplesarar í 7 – GH og 7 – HSV

Sextán góðir upplesarar, nemendur í 7-GH og 7- HSV, kepptu í Stóru upplestrarkeppninni í Rimaskóla um sæti í úrslitakeppni hverfisins, í Grafarvogskirkju mánudaginn 11. mars. Krakkarnir komu allir vel undirbúnir og lásu eitt sögubrot og ljóð. Eftir lesturinn var það verk þriggja manna dómnefndar að skera úr um hvaða keppendur fengju verðlaun og kæmust áfram…

Nánar
15 feb'19

Nemendur 7. bekkjar rifjuðu upp tímana tvenna

Á föstudagsfjöri 7 – HS settu nemendur upp heljarinnar leiksýningu. Þau báru saman barna-og unglingamenninguna annars vegar 2019 og hins vegar árið 1969. Fyrir 50 árum horfðu börnin á fréttirnar í sjónvarpinu með foreldrum sínum og þótti sjálfsagt og eðlilegt. Strákarnir spiluðu fótbolta en leiknin með knöttinn kannski ekki sú sama og hjá þrautþjálfuðum jafnöldrum…

Nánar
08 feb'19

„Gaman var að horfa og hlusta á krakka slíka“ á föstudagsfjöri 2. bekkjar

„Ljúft og gott og gaman er að kljást með þessum krökkum,knús til ykkar sendir Fálka- og Ugluhópurinn.Við glöddumst ykkar komu og kærlega við þökkum,krakkarnir í Rimaskóla, annar bekkurinn“. Þannig hljómaði síðasta erindið í snilldarbrag Fálka-og ugluhóps 2. bekkjar á frábæru föstudagsfjöri. Söngur, spil, grín og dans var í boði á fjölbreyttri dagskrá. Dagskráin hófst á…

Nánar