Skip to content
23 sep'22

Náttúrufræði í 8. og 9.bekk

Níundi bekkur hefur verið að fræðast um meltingu,  næringarefnin og hollt fæði í náttúruvísindum. Þeir fengu síðan að velja sér fæðutegundir frá kennara og reikna út orkuefnin í þeim. Að lokum fengu nemendur að borða það sem þeir völdu og voru mjög ánægðir með það. Krakkarnir í áttunda bekk hafa verið að skoða fjölbreytileika plantna…

Nánar
23 sep'22

Tíu tékkneskir kennarar og stjórnendur í heimsókn í Rimaskóla

Dagana 19. – 23. september hefur verið líf og fjör í Rimaskóla. Fyrir utan daglegt starf þá hafa tíu tékkneskir kennarar og stjórnendur tekið þátt í skólastarfinu með okkur. Þau fengu styrk frá Evrópusambandinu og eru að læra hvernig skólarnir eru hjá okkur. Þau hafa fengið tækifæri á að kíkja í mismunandi tíma hjá ólíkum…

Nánar
16 sep'22

Vísindadagur – 16. sept – fréttir frá 4.bekk

Í dag á degi íslenskrar náttúru fóru nemendur í skoðunarferð í Sorpu. Þau fóru með rútu sem keyrði þau í gegnum stöðina og þar sáu þau hvað verður um ruslið okkar. Þau lærðu að það er mikilvægt að flokka og það skiptir miklu að vandað sé til verks. Nemendur voru dugleg að spyrja,  áhugasöm og…

Nánar
16 sep'22

Vísindadagur – 16. september – fréttir frá 7.bekk

Á degi íslenskrar náttúru hefur verið hefð að hafa vísindadag í Rimaskóla. Nemendur 7.bekkja hafa það verkefni að læra um eldfjöll og á þessum degi þá búa þau til sín eigin eldfjöll. Eins og alvöru eldfjöll gera þá gjósa þau og hér getum við pantað gos með matarsóda og ediki. Skemmtilegur dagur og hugmyndaríkir nemendur…

Nánar
16 sep'22

Vísindadagur – 16. september – fréttir frá 9.bekk

Nemendur 9.bekkja tóku strætó í morgunsárið og skelltu sér á náttúrufræðisýninguna í Perlunni. Nemendur fræddust þar um vatnabúskapinn, lífríkið og margt fleira. Hér má sjá hvað hægt er að læra um á safninu: Perlan. Hér má sjá myndir frá vel heppnaðri ferð!

Nánar
16 sep'22

Vísindadagurinn 16. sept – fréttir frá 8.bekk

Nemendur og kennarar í 8.bekk gengu niður í Geldinganes: Á leiðinni tíndu nemendur rusl á leiðinni og að lokum flokkuðu þau það.  Nemendur voru hissa hve mikið rusl var við göngustígana. Í Geldinganesi og á leiðinni heim gerðu nemendur ýmsar athuganir. Þau lásu meðal annars í umhverfið og skoðuðu fjölbreytileika lífvera í náttúrunni í kring…

Nánar
08 ágú'22

Skólasetning Rimaskóla skólaárið 2022-2023

Skólasetning Rimaskóla fer fram mánudaginn 22. ágúst. Eftir skólasetningu fara nemendur heim og koma svo á þriðjudegi 23. ágúst samkvæmt stundaskrá. Tígrisbær -frístundaselið er með starfsdag mánudaginn 22. ágúst og því er ekki opið þann dag fyrir nemendur. Fyrsti bekkur er boðaður í viðtöl með kennurum og fara þau fram 22. ágúst og einhver í…

Nánar
03 jún'22

6.bekkur setti upp leikritið Hróa hött í grenndarskóginum

Sjötti bekkur setti upp leikritið Hróa hött í grenndarskóginum okkar undir leikstjórn Urðar Bergsdóttur. Þau ásamt kennurunum Halla, Jónínu Margréti, Erlu, Hrefnu og Ingu Maríu unnu sannkallað kraftaverk að skella sýningu upp á nær engum tíma. Auðvitað voru nemendur búnir að æfa verkið en ekki í skóginum fyrr en á miðvikudeginum. Virkilega skemmtileg sýning en…

Nánar
03 jún'22

7.bekkur setti upp Bláa hnöttinn

Nemendur 7.bekkja Rimaskóla settu upp leikverkið Bláa hnöttinn sem er byggt á sögu Andra Snæ Magnússonar. Urður Bergsdóttir sá um útfærslu og leikstjórn. Verkefnið var virkilega krefjandi þar sem nemendur þurftu virkilega að reyna á marga hæfileika til að láta þetta ganga allt upp. En auðvitað rúlluðu þau þessu glæsilega upp! Til hamingju nemendur, starfsfólk…

Nánar
03 jún'22

2. bekkur skellti sér á bókasafnið í Spöng

Krakkarnir í öðrum bekk eru dugleg að lesa. Þau skelltu sér með kennurum sínum á bókasafnið í Spöng. Þar var hægt að lesa, skoða sig um og jafnvel taka í eina skák! Krakkarnir notuðu líka góð veðrið til að fara út að lesa og njóta sín því það er sko gaman að vera í öðrum…

Nánar