17 des'18

Stundin okkar í Grafarvogskirkju

Líkt og undanfarin ár þá áttu nemendur í 1. – 7. bekk notalega stund í Grafarvogskirkju á aðventu. Rúmlega 400 nemendur og starfsmenn skólans heimsóttu hverfiskirkjuna og hlýddu á nemendur flytja jólaguðspjallið, leika á hljóðfæri og syngja falleg jólalög.  Inn á milli atriða söng allur hópurinn uppáhalds jólalögin okkar í Rimaskóla sem eru meðal annars íslensku lögin…

Nánar
18 jan'19

„Ekkert mál“ – Frábært föstudagsfjör hjá stelpunum í 5. bekk

Fjölhæfar stelpur í 5. bekk buðu upp á stuð og stemmningu á föstudagsfjöri. Hvert atriði vakti athygli og áhuga áhorfenda. Söngur og tónlist áberandi og gaman að heyra stelpurnar spila á hljóðfæri, margar að læra og langt komnar. „Grýlulagið“ Ekkert mál söng hópurinn með áherslum við flottan undirleik. Ekki má gleyma að minnast á dansatriðið…

Nánar
20 des'18

„Jólasveinaklípa“ leyst á jólaskemmtunum Rimaskóla

Það var mikil gleði og ánægja meðal nemenda og starfsmanna Rimaskóla á jólaskemmtunum Rimaskóla 2018. Nemendur 4. bekkjar sáu að vanda um flutning helgileiks og fórst þeim það afar vel úr hendi með söng og fráögn. Nemendur 7. bekkjar léku á alls oddi í orðsins fyllstu merkingu þegar þau léku jólaleikritið „Jólasveinaklípan“ sem þau sömdu…

Nánar
06 des'18

2. bekkur heimsótti kirkjuna og köttinn

Nemendur og kennarar 2. bekkjar þáðu boð Hallgrímskirkju um heimsókn á aðventu. Í kirkjunni stendur yfir sýningin „Jólin hans Hallgríms litla“ þar sem gömlu jólunum eru gerð góð skil eins og þau voru þegar Hallgrímur Pétursson sámaskáld var lítill strákur á 17. öld. Krakkarnir hlustuðu vel á frásagnir og virtu fyrir sér gömul leikföng og…

Nánar
04 des'18

Skólinn skreyttur

Nemendur Rimaskóla lögðu sig fram og nýttu tímann vel á árlegum jólaskreytingadegi Rimaskóla. Hver árgangur valdi sér viðfangsefni og veggi eða glugga innan skólans til skreytinga. Jólatré , jólasveinar, stjörnur og englar voru meðal viðfangsefna sem prýddu skólann að loknum degi. Í tilefni af skreytingadegi klæddust nemendur og starfsmenn rauðu sem setti enn frekari svip…

Nánar
04 des'18

Lokaverkefni 6-IMF í leið þín um lífið

Nemendur 6- IMF í Leið þín um lífið ákváðu að bjóða nemendum á yngsta stigi upp á stöðvar í frímínútum dagana 23. og 30. nóvember. Verkefnið snerist um að nemendur létu gott af sér leiða í sínu nærumhverfi. Hugmynd, skipulag og útfærsla var alfarið í höndum nemenda. Í boði var eltingaleikur, fótbolti, pógó, löggu- og…

Nánar
30 nóv'18

Jólasveinar og kettir á kreiki

Stúlkurnar í 1. bekk Rimaskóla stóðu sig frábærlega vel á sviði á föstudagsfjöri skólans. Salurinn var troðfullur af áhorfendum. Þær brugðu sér í gervi jólasveinanna þrettán og í kringum sveinana þvældust jólakettir um sviðið þvert og endilangt. Stelpurnar lásu hátt og skýrt upp jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum og jólasveinarnir voru ákaflega sannfærandi með alla sína…

Nánar
29 nóv'18

Hugmyndavinna að endurbættri skólalóð

Eins og kunnugt er þá stendur til að endurnýja skólalóð Rimaskóla á næstu tveimur árum. Skólastjórnendur hafa nú þegar setið einn fund með fulltrúum Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Í framhaldinu er þeim ætlað að koma með góðar hugmyndir að leiktækjum og bættri aðstöðu í frímínútum. Nemendur 5. og 8. bekkjar Rimaskóla voru boðaðir á hugarflugsfund í sal…

Nánar
28 nóv'18

Nemendur 3. bekkjar fengu eldvarnafræðslu í skólanum

Slökkviliðs-og sjúkraflutningamenn heimsóttu nemendur 3. bekkjar og fræddu þá um eldvarnir sem grípa þyrfti til ef eldur kæmi upp heima hjá þeim, í skólanum eða annars staðar. Slökkviliðsmenn minntu börnin á að reykskynjarar, handslökkvitæki og eldvarnarteppi þyrftu að vera til staðar á heimilum og vera í góðu lagi. Krakkarnir fengu líka fræðslu um hvernig þau…

Nánar
28 nóv'18

Nemendur 3. bekkjar fengu eldvarnafræðslu í skólanum

Slökkviliðs-og sjúkraflutningamenn heimsóttu nemendur 3. bekkjar og fræddu þá um eldvarnir sem grípa þyrfti til ef eldur kæmi upp heima hjá þeim, í skólanum eða annars staðar. Slökkviliðsmenn minntu börnin á að reykskynjarar, handslökkvitæki og eldvarnarteppi þyrftu að vera til staðar á heimilum og vera í góðu lagi. Krakkarnir fengu líka fræðslu um hvernig þau…

Nánar