Skip to content
07 jan'20

Gul viðvörun til kl. 15 í dag, fimmtudag 23.janúar

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 15:00 í dag, fimmtudag. Mælt er með því að foreldrar og forráðamenn barna yngri en 12 ára sæki börn sín í lok skóladags, meðan gul viðvörun er í gildi. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk A yellow weather warning…

Nánar
20 des'19

Gleðilega hátíð

Óskum öllum gleðilegrar hátíðar.  Þökkum samstarfið á liðnu ári. Starfsfólk Rimaskóla

Nánar
17 des'19

Hrósdagur Rimaskóla

Föstudaginn 13. desember gerðum við okkur í Rimaskóla glaðan dag og hittumst allir nemendur og kennarar á sal. Í nemendahópi okkar eru margir nemendur sem leggja mikið á sig í sinni íþrótt, tómstundum, tónlist og í skóla. Við ákváðum að hrósa þessum nemendum sem hafa náð góðum árangri á þessari haustönn. Við byrjuðum á að…

Nánar
29 nóv'19

Skreytingardagur í Rimaskóla

Nú er skólinn aldeilis kominn í hátíðarbúning. Það voru ýmsir álfar og jólasveinar sem tóku yfir Rimaskóla í dag. Sköpun, tónlist og gleði einkenndi daginn.

Nánar
07 nóv'19

Flott frammistaða á alþjóðlega helgarskákmótinu Hasselbacken Open 2019

Þremur af sterkustu skákmeisturum Rimaskóla var boðið að tefla á Hasselbacken Open 2019 alþjóðlegu helgarskákmóti sem haldið er árlega á sögufrægu hóteli í Stokkhólmi. Þeir Anton Breki, Arnór og Joshua bekkjarbræður í 9-RMA tefldu í flokki undir 1600 stigum ásamt rúmlega 80 öðrum keppendum á öllum aldri. Í sama flokki tefldu 11 drengir frá Skákdeild…

Nánar
14 okt'19

Hvernig geta foreldrar stutt við börnin sín til að efla þau í að takast á við áhættuþætti og hópþrýsting?

Gróska forvarnafélag Grafarvogs og Kjalarness stendur fyrir fræðslufundum fyrir foreldra í vetur. Þriðjudaginn 22. október n.k. kl. 19:30-21:30 verður fræðslufundur fyrir foreldra í Hlöðunni við Gufunesbæ. Á þessum fyrsta fundi verður fjallað um stöðu barna og unglinga í Grafarvogi út frá könnun Rannsóknar og greiningar. Jafnframt verður fjallað um hvernig foreldrar geti stutt við börn…

Nánar
24 sep'19

Skáksveit Rimaskóla boðið til Færeyja

Sex nemendur í 6. og 7. bekk Rimaskóla duttu í lukkupottinn þegar þeim var boðið í frábært skákferðalag til Færeyja með styrk frá Vestnorræna höfuðborgarsjóðnum. Heimsóknin var ætluð til að koma á skáksamstarfi Rimaskóla við færeyska skákkrakka á skólaaldri. Það var ekki að sökum að spyrja að hópurinn hlaut höfðinglegar mótttökur hjá frændum vorum Færeyingum…

Nánar
20 sep'19

Áhugasamir nemendur að læra um eldgos

Nemendur sjöunda bekk fræddust um eldgos á vísindadegi Rimaskóla. Verkefnin voru fjölbreytt og mikil sköpun var í gangi þegar nemendur útbjuggu sín eigin eldfjöll. Myndir má sjá hér: .

Nánar