Skip to content
18 okt'21

Vetrarfrí – Winter break

Dagana 22., 25. og 26. október verða vetrarleyfi í grunnskólum Reykjavíkur. Rimaskóli er því lokaður þessa daga. The 22., 25.- 26. of October there will be winter break and Rimaskóli closed.

Nánar
08 okt'21

Hugsað um barn – forvarnarverkefni

Öllum nemendum í 9.bekk fá tækifæri til að taka þátt í heilbrigðis- og félagsforvarnarverkefni sem heitir ,,Hugsað um barn“. Þetta verkefni er fyrsta forvarnarverkefnið hér á landi sem gefur nemendum tækifæri til að læra um forvarnir í gegnum upplifun.  Verkefnið felst í því að nemendur eru ,,foreldrar“ með öllu því sem tilheyrir að leggja til…

Nánar
01 okt'21

Loftslagsmál – verkefni hjá 10.bekk

Rimaskóli hefur skráð sig í verkefnið Græn skref. Í því felst að skólinn ætlar markvisst að vinna að markmiðum er tengist umhverfismálum. Tíundi bekkur hefur verið að læra um umhverfisvernd í náttúrufræði og bað kennari nemendur að rýna í neysluvenjur, sérstaklega með tilliti til plastnotkunar, matarsóunar, kolefnisspora og sorphirðu. Nemendur eru hvattir til að skoða…

Nánar
06 sep'21

Foreldrafélagið færði skólanum höfðinglega gjöf

Rimaskóli hefur oft litið á sig sem syngjandi skóli. Rakel María Axelsdóttir tónmenntakennari hefur haft mikinn metnað í að efla tónlistarsköpun nemenda. Í fyrra byrjuðum við með listgreinarúllur þar sem Rakel fékk færri nemendahópa inn til sín og gat meðal annars farið í að vinna með þeim margvísleg tónverk á hljóðfæri. Foreldrafélagið hefur veitt þessu…

Nánar
20 ágú'21

Skólasetning Rimaskóla 23. ágúst 2021

Skólasetning Rimaskóla verður með sama sniði eins og við gerðum fyrir ári síðan vegna COVID-19 ástands. Nemendur og foreldrar í 1.bekk eru boðaðir í viðtöl með kennurum dagana 23. og 24. ágúst. Nemendur í 2. – 10.bekk mæta á skólasetningu mánudaginn 23. ágúst. Skólasetning hjá 2. – 7. bekk verður haldin úti í portinu (skólalóðinni…

Nánar
21 jún'21

Starfsfólk Rimaskóla þakkar fyrir veturinn

Starfsfólk Rimaskóla þakkar fyrir veturinn. Skrifstofan er lokuð og skólinn kominn í sumarfrí þó svo húsnæðið sé áfram nýtt fyrir sumarfrístund og félagsmiðstöð. Ef nauðsynlegt er að ná í skólann þá er best að senda póst á: thoranna.rosa.olafsdottir (a) rvkskolar.is Gleðilegt sumar!

Nánar
04 jún'21

Sjötti bekkur setti upp Ronju ræningjadóttur

Sjötti bekkur setti upp leiksýninguna Ronja ræningjadóttir og sýndi þrjár sýningar í grenndarskógi Rimaskóla. Uppsetning, búiningar og umhverfi var til fyrirmyndar! Margir foreldrar nemenda sáu sér fært að kíkja á sýninguna og upplifa ævintýri í skóginum. Sophie Louise Webb sá um leikstjórn og uppsetningu ásamt umsjónarkennurum árgangsins, Guðrúnu Svöru, Helgu og Írisi. Haraldur Hrafnsson sá…

Nánar
04 jún'21

Sjöundi bekkur setti upp söngleikinn Annie

Það var metnaðarfullt hjá sjöunda bekk að ákveða að setja upp söngleikinn Annie. Nemendur sýndu þrjár sýningar fyrir samnemendur og foreldra/forráðamenn. Sýningin var virkilega vel upp sett og nemendur fengu svo sannarlega að blómstra. Sophie Louise Webb sá um uppsetningu og leikstjórn sem tókst einstaklega vel og náði ótrúlega út úr nemendum okkar. Umsjónarkennarar stóðu…

Nánar
01 jún'21

Skólaslit Rimaskóla

Skólaslit Rimaskóla verða sem hér segir: 9. júní kl. 17:00 – Útskrift 10.bekkja í hátíðarsalnum. 10. júní verður skipulagið á þennan hátt, byrjum í hátíðarsalnum og svo fara nemendur í heimastofur og kveðja kennara sína: 09:00 – 1. bekkur 09:30 – 2. bekkur 10:00 – 3. bekkur 10:30 – 4. bekkur 11:00 – 5. bekkur…

Nánar