09 nóv'18

Nemendur hittust í hátíðarsal á „Degi gegn einelti“

Allir nemendur Rimaskóla í 1. – 7. bekk komu saman í hátíðarsal skólans á Degi gegn einelti. Skólastjórnendur ræddu við þá um vináttuna og virðinguna sem hverjum og einum nemanda bæri að sýna og njóta í stóra skólanum okkar. Til vitnis um vináttuna héldust nemendur í hendur og sungu Skólasöng Rimaskóla við undirleik Rakelar Maríu…

Nánar
05 nóv'18

Bangsadagur í 1. og 2. bekk

Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október. Dagurinn er haldinn hátíðlegur m.a. í leik- og grunnskólum og á bókasöfnum. Í tilefni bangsadagsins mættu nemendur í 1. og 2. bekk Rimaskóla með bangsa og einhverjir líka í náttfötum. „Bangsagestirnir“ kunnu vel við sig í skólastofunum og ekki var að sjá að þeir trufluðu neitt eigendur sína við vinnuna,…

Nánar
01 nóv'18

Ný heimasíða Rimaskóla

Í dag var opnuð ný heimasíða Rimaskóla. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um skólann og skipulag skólastarfsins. Eins birtum við fréttir af skólastarfinu. Vonandi verður mikið um uppfærslur þannig að vefurinn verði lifandi og lýsi vel því sem er að gerast í skólanum. Breytingin er hluti af nýjum heimasíðum grunnskóla Reykjavíkur og vonandi…

Nánar
29 okt'18

Sameiginlegur hreyfingardagur Rimaskóla og leikskólanna

Sem heilsueflandi stofnanir sameinuðust nemendur Rimaskóla og leikskólanna þriggja í hverfinu, Fífuborgar, Lyngheima og Laufskála, að ganga um hverfið í nafni hreyfingar. Veðrið lék við þátttakendur, svalt, sólskin og lygnt. Hver hópur hafði frjálsar hendur um það hvert væri gengið um Rimahverfi. Algegnt var að gönguhópar á mismunandi aldri hittust og heilsuðust að nágrannasið. (HÁ)…

Nánar
25 okt'18

Hrafn Jökulsson kynnti nemendum 3. – 5. bekkjar starfsemi Hróksins

Allir nemendur Rimaskóla í 3. – 5. bekk fengu kynningu á starfi Skákfélagsins Hróksins þegar Hrafn Jökulsson og Máni Hrafnsson heimsóttu skólann. Í ár eru liðin 20 ár frá stofnun Hróksins og af því tilefni heimækir Hrafn öll sveitarfélög landsins til að kynna grunnskólanemendum skáklistina og Grænlandsstarfið sem vakið hefur mikla og aðdáunarverða athygli. Auk…

Nánar
11 okt'18

Ungir vísindamenn við rannsóknir á Vísindadegi Rimaskóla

Hinn árlegi Vísindadagur Rimaskóla var haldinn föstudaginn 14. sept. í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Nemendur unnu við áhugaverðar rannsóknir og fóru í vettvanagsferðir sem tengdust heiti dagsins. Verkefni nemenda í 1. og 2. bekk tengdust vatni, ljósi og skugga. Krakkarnir unnu rannsóknarvinnuna af miklum áhuga og árangurinn góður eftir því. Meðal annarra verkefna sem voru…

Nánar
11 okt'18

Fullt hús verðlaunagripa í Rimaskóla, þriðja árið í röð

Frjálsíþróttahetjurnar kunnu þau Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason mættu í Rimaskóla til að vera viðstödd verðlaunahátíð skólans sem um 200 nemendur sóttu og haldin var í hátíðarsal skólans. Tilefnið var glæsilegur sigur nemenda í 6. – 9. bekk á Frjálsíþróttamóti grunnskóla, þriðja árið í röð. Frjálsíþróttamótið fór fram í Laugardalshöll fyrstu daga septembermánaðar með…

Nánar
26 apr'18

Afmælishátíð Rimaskóla

Rimaskóli, í samstarfi við Foreldrafélag Rimaskóla, stóð fyrir viðamikilli afmælishátíð í tilefni þess að skólinn er 25 ára á þessu ári. Heiðursgestur hátíðarinnar var borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson sem flutti ávarp og vígði veglegt myndverk eftir nemendur Rimaskóla sem nefnist Evrópukortið. Helgi skólastjóri bauð hátíðargesti velkomna og rifjaði upp í stuttu máli sögu Rimaskóla sem…

Nánar