Skip to content
06 sep'21

Foreldrafélagið færði skólanum höfðinglega gjöf

Rimaskóli hefur oft litið á sig sem syngjandi skóli. Rakel María Axelsdóttir tónmenntakennari hefur haft mikinn metnað í að efla tónlistarsköpun nemenda. Í fyrra byrjuðum við með listgreinarúllur þar sem Rakel fékk færri nemendahópa inn til sín og gat meðal annars farið í að vinna með þeim margvísleg tónverk á hljóðfæri. Foreldrafélagið hefur veitt þessu…

Nánar
20 ágú'21

Skólasetning Rimaskóla 23. ágúst 2021

Skólasetning Rimaskóla verður með sama sniði eins og við gerðum fyrir ári síðan vegna COVID-19 ástands. Nemendur og foreldrar í 1.bekk eru boðaðir í viðtöl með kennurum dagana 23. og 24. ágúst. Nemendur í 2. – 10.bekk mæta á skólasetningu mánudaginn 23. ágúst. Skólasetning hjá 2. – 7. bekk verður haldin úti í portinu (skólalóðinni…

Nánar
21 jún'21

Starfsfólk Rimaskóla þakkar fyrir veturinn

Starfsfólk Rimaskóla þakkar fyrir veturinn. Skrifstofan er lokuð og skólinn kominn í sumarfrí þó svo húsnæðið sé áfram nýtt fyrir sumarfrístund og félagsmiðstöð. Ef nauðsynlegt er að ná í skólann þá er best að senda póst á: thoranna.rosa.olafsdottir (a) rvkskolar.is Gleðilegt sumar!

Nánar
04 jún'21

Sjötti bekkur setti upp Ronju ræningjadóttur

Sjötti bekkur setti upp leiksýninguna Ronja ræningjadóttir og sýndi þrjár sýningar í grenndarskógi Rimaskóla. Uppsetning, búiningar og umhverfi var til fyrirmyndar! Margir foreldrar nemenda sáu sér fært að kíkja á sýninguna og upplifa ævintýri í skóginum. Sophie Louise Webb sá um leikstjórn og uppsetningu ásamt umsjónarkennurum árgangsins, Guðrúnu Svöru, Helgu og Írisi. Haraldur Hrafnsson sá…

Nánar
04 jún'21

Sjöundi bekkur setti upp söngleikinn Annie

Það var metnaðarfullt hjá sjöunda bekk að ákveða að setja upp söngleikinn Annie. Nemendur sýndu þrjár sýningar fyrir samnemendur og foreldra/forráðamenn. Sýningin var virkilega vel upp sett og nemendur fengu svo sannarlega að blómstra. Sophie Louise Webb sá um uppsetningu og leikstjórn sem tókst einstaklega vel og náði ótrúlega út úr nemendum okkar. Umsjónarkennarar stóðu…

Nánar
01 jún'21

Skólaslit Rimaskóla

Skólaslit Rimaskóla verða sem hér segir: 9. júní kl. 17:00 – Útskrift 10.bekkja í hátíðarsalnum. 10. júní verður skipulagið á þennan hátt, byrjum í hátíðarsalnum og svo fara nemendur í heimastofur og kveðja kennara sína: 09:00 – 1. bekkur 09:30 – 2. bekkur 10:00 – 3. bekkur 10:30 – 4. bekkur 11:00 – 5. bekkur…

Nánar
21 maí'21

Þriðji bekkur heimsótti Gufunesbæ

Nemendur í 3. bekk fóru í Gufunesbæ tvo daga í röð þar sem veðrið lék við þau. Fyrri daginn fengum þau grillaðstöðuna og grilluðu kanilbrauð á teini.  Seinni dagurinn fór í glens og gaman. Frábært hvað aðstaðan í Gufunesbæ er orðin flott!

Nánar
21 maí'21

Tónlistarskóli Grafarvogs kynnti forskólann og hljóðfæranám

Í dag fengu nemendur í 1. og 2.bekk góða heimsókn frá Tónlistarskóla Grafarvogs. Þar var nemendum kynntur forskólinn og hljóðfæranám. Viktoría spilaði á selló og kynnti fyrir nemendum það hljóðfæri. Edda Austmann virkjaði nemendahópinn, kenndi þeim lag sem þau svo sungu og slógu taktinn. Einnig komu nokkrir nemendur Rimaskóla upp á svið sem hafa verið…

Nánar
14 maí'21

Skólahljómsveit Grafarvogs með tónleika í Rimaskóla

Föstudaginn 14.maí komu góðir gestir úr A sveit Skólahljómsveit Grafarvogs og voru með tónleika og kynningu á hljómsveitinni fyrir nemendur í 2. – 4.bekk. Hljóðfærin voru meðal annars kynnt og hljómsveitarstjóri sýndi hvað hann getur gert bara með einn „töfrasprota“ eins og Harry Potter er með! Nemendur voru áhugasamir og sýndu prúðmannlega framkomu! Skólahljómsveitin er…

Nánar
14 maí'21

Hópur úr 1.bekk í útikennslu í Gufunesbæ

Í morgun var hringekja og var útikennsluhópnum skipt upp í þrjá 7 manna hópa,  Einn hópurinn vann með tölur frá 1 – 100, næsti hópur vann með 100 algengustu orðin og þriðji hópurinn fór í kastalann í eltingaleik. Þau voru u.þ.b. 15 mínútur á hverri stöð og voru öll mjög virk og höfðu gaman af…

Nánar