Skip to content
05 apr'21

Skóli opnar kl. 10:20 skv. stundatöflu þriðjudaginn 6. apríl 2021 – English and Polish below – ekkert sund

Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar opna grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar að nýju þriðjudaginn 6. apríl en með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ákveðið hefur verið að skipulagstími verði að morgni þriðjudagsins til kl. 10:20  svo starfsfólk hafi tíma til að undirbúa húsnæði og skipulag til samræmis við ríkjandi takmarkanir.…

Nánar
26 mar'21

Við óskum nemendum okkar og foreldrum gleðilegra páska

Starfsfólk Rimaskóla óskar nemendum og foreldrum/forráðamönnum gleðilegra páska. Förum varlega, njótum jákvæðra og uppbyggjandi samskipta. Skóli ætti að hefjast þriðjudaginn 6. apríl 2021 eftir páskaleyfi og stefnum við á það nema önnur fyrirmæli komi.

Nánar
26 mar'21

Samfélagsfræðiverkefni í 9.bekk

Námsefni nemenda 9. bekkjar Rimaskóla hefur að undanförnu tengst landnámi Íslands og landafundum á Grænlandi og Vínlandi. Í lok námsefnisins unnu krakkarnir veggspjald út frá námsefninu með áherslu á myndræna túlkun og knappan texta. Eins og myndirnar bera með sér tókst nemendum einstaklega vel upp með veggspjöldin. Sköpunargleðin og vandvirknin að áberandi. Verkefnin gilda til…

Nánar
24 mar'21

Takmarkanir vegna COVID-19 – ný reglugerð – English, Polish, Filipino below

Kæru foreldrar. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi á miðnætti verða grunnskólar lokaðir á morgun og föstudag. Páskaleyfi hefst síðan á mánudag 29.03.21. Ekki er enn vitað hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska. Frístundin verður einnig lokuð fram yfir páska. Sendum ykkur nánari upplýsingar um leið og þær berast. Með von um að allt fari…

Nánar
16 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Grafarvogskirku 15. mars 2021

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Grafarvogskirkju þann 15. mars 2021. Eftirfarandi skólar sendu tvo keppendur en það voru: Borgarskóli, Engjaskóli, Foldaskóli, Hamraskóli, Húsaskóli, Klébergsskóli og Rimaskóli. Í liði Rimaskóla voru það þau Stefán Örn Sævarsson og Katla Kristín Kristinsdóttir. Aron Snær Stefánsson sá um kynningu á keppninni en hann var jafnframt varamaður liðsins. Nemendur Rimaskóla…

Nánar
12 mar'21

Among Us þema hjá 5-IMF

Nemendur í 5-IMF hafa verið að vinna fjölbreytt verkefni í gegnum þemað „Among  Us“  Þannig hefur kennarinn fengið þau til að vinna fjölbreytt verkefni í gegnum stærðfræði, ritun, ensku, hönnun geimskips og fjölbreyttri sköpun. Kennarinn er farinn að sjá að með þessum verkefnum býr meira hjá nemendum en þau hafa verið til í að sýna…

Nánar
08 mar'21

Keppendur Rimaskóla valdir fyrir Stóru upplestrarkeppnina

Undankeppni fyrir stóru upplestrarkeppnina fór fram mánudaginn 1. mars 2021. Fjórtán nemendur, sjö úr 7-EH og sjö úr 7-ÍLK kepptu um þrjú fyrstu sætin. Keppnin var svo sannarlega hörð og áttu dómarar í miklum erfiðleikum að finna sigurvegara. Helgi Árnason, Pétur Þorsteinsson og Marta Karlsdóttir skipuðu dómnefnd. Sigurvegari Stóru Upplestrarkeppninnar 2020,  Gígja Björk Jóhannesdóttir las…

Nánar
08 mar'21

Nemendur Rimaskóla lentu í 2. sæti í Lífshlaupinu

  Þann 3. – 16. febrúar fór fram grunnskólakeppni Lífshlaupsins.  Keppnin var sett í Rimaskóla þar sem góðir gestir mættu en það voru fulltrúar frá ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri, Kristín Birna og Hrönn starfsmenn ÍSÍ sem komu og stóðu fyrir viðburðinum ásamt Jónínu Ómarsdóttur kennara við Rimaskóla sem bar hitann og þungan að uppsetningu…

Nánar