Skip to content

Heilsueflandi grunnskóli

Heilsueflandi grunnskóli

Rimaskóli er þátttakandi í verkefninu „Heilsueflandi Grunnskóli“ síðan 2012. Þann vetur var áhersla lögð á að kynna verkefnið og venjast hugsuninni um heilsueflandi grunnskóla. Veturinn 2013 – 2014 var lögð áhersla á starfsfólk skólans og líðan þess. Rökin fyrir því að sá þáttur verkefnisins varð fyrir valinu eru að almenn góð líðan starfsmanna skóla séu forsenda góðs skólastarfs. Að starfsfólki skóla líði vel í vinnunni er jafn mikilvægt og að nemendum líði vel í skólanum. Heilsuefling á vinnustöðum getur þar skilað góðum árangri. Ef vel er að staðið er líklegt að hún skili ávinningi fyrir bæði starfsfólk og nemendur og allt skólastarfið í heild sinni. Veturinn 2015 – 2016 var áherslan lögð á mataræði og tannheilsu. Starfsfólk skólans kýs um áhersluþætti sem leggja skal áherslu á við upphaf skóla að hausti. Skólaárið 2016 – 2017 varð áhersluþátturinn geðrækt fyrir valinu.
Með þátttöku í heilsueflingu grunnskóla er litið svo á að með þátttökunni stuðli skólinn að góðri ímynd sinni og að litið sé á hann sem eftirsóknarverðan vinnustað. Ávinningur af starfinu getur verið m.a.
• Færri slys og sjúkdómar
• Bætt almenn heilsa
• Vellíðan og starfsánægja
• Færri fjarvistir
Haustið 2017 var efnt til lýðræðislegrar kosningar meðal starfsfólks um áhersluþátt vetrarins. Fyrir valinu varð áhersluþátturinn „Hreyfing“
Haustið 2018 var efnt til lýðræðislegrar kosningar meðal starfsfólks um áhersluþátt vetrarins og fyrir valinu varð áhersluþátturinn „Nemandinn“

Allt um „Heilsueflandi grunnskóla“

Heilsueflandi grunnskóli