Skip to content

Kennsluhættir

Í Rimaskóla er nemandinn í öndvegi og lögð er á það áhersla að nemendur og starfsmenn eigi góð og gefandi samskipti. Markvisst er unnið að því að auka félagsfærni nemenda, seiglu og trú þeirra á eigin getu. Starfsumhverfi skólans gerir kröfu um að menn hugsi í lausnum og temji sér sveigjanleg vinnubrögð, víðsýni og umburðarlyndi. Allir eiga að finna sig heima í skólanum, finna fyrir velvild og hlýju og vita að í skólanum er skjól og stuðning að finna. Við þær aðstæður tekst að skapa gott námsumhverfi fyrir nemendur um leið og stuðlað er að gagnkvæmri aðlögun innflytjenda og innfæddra í skólanum.

Rimaskóli er að taka sín fyrstu skref í leiðsagnarnámi (leiðsagnarmat) og eru kennarar skólans á námskeiði í vetur þar sem þeim verður leiðbeint við að tileinka sér kennslufræði þá er byggir á leiðsagnarnámi (leiðsagnarmati).

Leiðsagnarnám (mat) varð fyrir valinu vegna þess að í Aðalnámskrá grunnskóla segir; "Leggja skal áherslu á leiðsagnarmat þar sem
nemendur velta reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna. Nemendum þarf að vera ljóst hvaða viðmið eru lögð til grundvallar í matinu".

Niðurstöður rannsókna sýna að aðferðafræðin eykur framfarir nemenda
(Hattie, OECD o.fl.)