Skip to content

Frístundastarf Sigyn

Félagsmiðstöðin Sigyn var vígð 2. desember 1997. Hún var fyrst útibú frá Fjörgyn í Foldaskóla en féll síðan undir hatt Gufunesbæjar þegar hann var stofnaður. Nafnið Sigyn er úr goðafræðinni og er nafn á eiginkonu Loka samkvæmt Snorra-Eddu. Sigyn er staðsett í Rimaskóla og þjónustar því mjög stóran hóp af unglingum og börnum á miðstigi eða frá 5. og upp í 10.bekk.

Starfsfólk Sigynjar hlakkar til að sjá ykkur og að eiga með ykkur ánægjulegar stundir.

Heimasíða Sigynjar

tigrisbaer

Líf og fjör í Tígrisbæ

Tígrisbær

Frístund í Tígrisbæ er í boði við Rimaskóla fyrir börn í 1. - 4.bekk. Börnin sækja frístundina eftir skóla og eins stendur þeim til boða að vera í frístundinni á starfsdögum skóla.