Skip to content

Nemendaráð Rimaskóla

Almennar upplýsingar

Nemendaráð Rimaskóla samanstendur af lýðræðislega kosnum nemendum í 8.-10.bekk. Kosningar fara þannig fram að hver árgangur kýs innan síns árgangs. Fjöldi nemenda er ekki fyrir fram ákveðinn en fer þó ekki yfir 12 manns. Þeir sem ekki ná kosningu verða varamenn, í röð eftir fjölda atkvæða.

 

Fastir viðburðir í Rimaskóla á vegum nemendaráðs

Árlegir viðburðir eru Rósaball, Grafarvogsleikar, Skrekkur, Landsmót Samfés, náttfatanótt, Rímnaflæði, Stíll, Samfestingurinn, árshátíð (samvinna skóla og félagsmiðstöðvar), góðgerðarvika.

Einnig eru sameiginleg böll og viðburðir í hverfinu, ýmis konar ferðir, fræðslur og minni viðburðir.

Nemendaráð sér um að skipuleggja stóra og litla viðburði, sitja í ungmennaráði Grafarvogs, skólaráði Rimaskóla ásamt því að vera öðrum nemendum fyrirmyndir og hvetja þau til félagsstarfs.

Fréttir úr starfi

Fyrsti bekkur fór saman í Húsdýragarðinn

Nemendur í 1. bekk héldu galvösk í rútu til að heimsækja Húsdýragarðinn þann 25. maí síðastliðinn . Síðustu vikur hafa nemendur verið að læra um húsdýr og…

Nánar