Skip to content

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi Rimaskóla er Sóley Rós Guðmundsdóttir. Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna í málum er snerta nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval. Hann er jafnframt málsvari nemenda og trúnaðarmaður.

Í Aðalnámskrá grunnskóla, 2011, segir um náms- og starfsráðgjöf:

Náms- og starfsráðgjöf er lögbundinn hluti af sérfræðiþjónustu skóla. Náms- og starfsráðgjöf í grunnskóla felst í því að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Náms- og starfsráðgjöf felst í því að liðsinna nemendum við að finna hæfileikum sínum, áhugasviðum og kröftum farveg. Mikilvægt er að nemendur fái aðstoð við að leita lausna ef vandi steðjar að í námi þeirra eða starfi í skólanum. Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað nemendur við að vinna úr upplýsingum um nám sitt og leiðbeint þeim við áframhaldandi nám og starf. Jafnrétti ber að hafa að leiðarljósi í náms- og starfsfræðslu með því að kynna piltum og stúlkum fjölbreytt námsframboð að loknum grunnskóla og störf af ýmsu tagi. Leitast skal við að kynna báðum kynjum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf. Nauðsynlegt er að kynna fyrir nemendum ný störf og þróun starfa sem fylgja breytingum í nútímasamfélagi.

Hægt er að hafa samband við skrifstofu skólans og leggja inn skilaboð til náms- og starfsráðgjafa. Jafnframt er hægt að senda tölvupóst á netfangið Soley.Ros.Gudmundsdottir@rvkskolar.is

Tengslakannanir

Tengslakannanir eru lagðar fyrir tvisar sinnum á ári, í október og febrúar. Rimaskóli notar tengslakönnunar forritið Sometics.

Niðurstöður tengslakannanna eru vinnugögn umsjónarkennara og náms- og starfsráðgjafa og er öllum gögnum eitt að skólaári liðnu.

Foreldrar eða forráðamenn eru almennt ekki upplýstir um niðurstöður tengslakannanna en geta fengið upplýsingar um eigið barn hjá umsjónarkennara eða náms- og starfsráðgjafa.

Nám að loknum grunnskóla